Fréttir

Opnað fyrir umferð um Breið­holts­braut

Opnað var fyrir umferð um Breiðholtsbraut, yfir ný undirgöng til móts við Völvufell um helgina. Umferðinni hefur verið beint um hjáleið frá því framkvæmdir við undirgöngin hófust í apríl 2024.

Bílasala fer rólega af stað

Fyrstu þrjár vikur ársins voru nýskráningar fólksbifreiða alls 286. Samaborið við sama tímabil á síðasta ári er um 12% samdrátt að ræða en þá voru nýskráningar 325. Yfir 40% samdráttur var í bílasölu á öllu síðasta ári. Það verður fróðlegt að sjá hver þróunin verður í þessum efnum á næstu vikum og mánuðum.

Mercedes E-Class sigurvegari öryggisprófanna hjá Euro NCAP

Mercedes E-Class varð sigurvegari öryggisprófanna árið 2024 hjá evrópsku árekstrarprófunarstofnunin, Euro NCAP. Stofnunin framkvæmdi árekstrarprófanir á 44 bílategundum árið 2024.

Polestar 3 náði næstbestu vetrarniðurstöðum sem sést hafa

Vetrarafbílarannsókn Félags norskra bifreiðaeigenda, NAF, og Motor félagstímaritsins lauk um helgina. Prófanir hófust í byrjun síðustu viku og þeim lauk formlega sl. föstudag. NAF rafbílarannsóknin er sú viðamesta í heimunum og er þetta í sjötta sinn sem hún er framkvæmd. NAF og Motor hafa um árabil gert vandaðar prófanir og úttektir á rafbílum bæði að sumar- og vetrarlagi. Gerðar eru vandaðar prófanir á drægni og úttektir á rafbílum.

Smá­bíll­inn Renault 5 bíll ársins í Evrópu

Smá­bíll­inn Renault 5 var kjörinn bíll ársins í Evrópu 2025. En auk Renault 5 er sportú­gáfa bif­reiðar­inn­ar, Alp­ine A290, einnig hand­hafi þessa eft­ir­sótta titils. Þetta var kunngert á alþjóðlegu bílasýningunni í Brussel og voru það yfir 60 evrópskir bílablaðamenn sem komust að þessari niðurstöðu.

Framkvæmdir við Fossvogsbrú hafnar

Fram­kvæmd­ir við Foss­vogs­brú eru hafn­ar en fyrsta skóflu­stung­an var tek­in í morgun. Brú­in er fyrsta fram­kvæmd­in í borg­ar­línu­verk­efn­inu.

Vatn komst í birgðageymi bensíns hjá N1 í Hveragerði

Í gærkvöldi, þriðjudag, varð starfsfólk N1 í Hveragerði þess áskynja að regnvatn hefði komist í birgðageymi bensíns í miklu vatnsveðri sem gekk þá yfir á Suðurlandi. Bilunin uppgötvaðist eftir ábendingar frá ökumönnum sem dælt höfðu bensíni á ökutæki sín á stöðinni og sem urðu fyrir gangtruflunum fljótlega eftir áfyllingu. Strax í kjölfarið var sala af geyminum stöðvuð og vinna hafin við bilanagreiningu að því er fram kemur í tilkynningu frá N1.

,,FÍB með frábæra síðu, www.vegbot.is“

Miklar umhleypingar voru í veðri á höfuðborgarsvæðinu um helgina og þá jókst hættan á því að holur mynduðust í bundnu slitlagi, malbiki og klæðningu. Holur hafa nú þegar verið að koma fram á götum höfuðborgarsvæðisins frá því um helgina.

Viðkvæm gögn hjá Volkswagen komust í hendur óviðkomandi

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen AG varð nýlega fyrir netöryggisbresti þar sem viðkvæm gögn frá 800.000 ökutækjum komust í hendur óviðkomandi. Veikleikinn, sem Chaos Computer Club (CCC) - hópur hvítthatta tölvuþrjóta - uppgötvaði, mátti rekja til rangrar stillingar hjá Cariad, hugbúnaðardótturfyrirtæki Volkswagen Group.

Hætta á að holur myndist í þessu tíðarfari

Þegar þíða kemur í kjölfar frosts og kulda eða þegar miklir umhleypingar eru eykst hættan á því að holur myndist í bundnu slitlagi, malbiki og klæðingu. Holur hafa nú þegar verið að koma fram á götum höfuðborgarsvæðisins um helgina. Eins og dæmin hafa sannað í gegnum tíðina hafa bíl­ar orðið fyr­ir tjóni við að aka ofan í djúp­ar hol­ur. Vegfarendur er því beðnir að sýna sérstaka árvekni og aka ætíð eftir aðstæðum. Það getur tekið skamman tíma fyrir holu að myndast, jafnvel djúpa holu sem getur leitt til tjóns.