23.06.2020
Áframhaldandi uppbygging á innviðum til þess að mæta aukinni þörf rafhleðslu heldur áfram. Nú er svo komið að á hringveginum má finna fjölda stöðva frá ýmsum aðilum. Orka Náttúrunnar og Ísorka eru með flestar stöðvar hringinn í kringum landið. Þetta er þess sem meðal annars kemur fram í Árbók bílgreina 2020.
23.06.2020
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur er áþekk umferðinni í sömu vikum fyrir ári síðan. Í tölum frá Vegagerðinni kemur fram að sveiflur eru í umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar nokkra rullu þar sem góð spá getur leitt til þess að fleiri haldi út á land af höfuðborgarsvæðinu. Umferðin virðist sem sagt vera búin að jafna sig á samdrættinum vegna Covid 19.
23.06.2020
Samiðn, Samband iðnfélaga, vill láta endurgreiða viðgerðir á bifhjólum, hjólhýsum og tjaldvögnum auk bifreiða og annarra skráningarskyldra ökutækja.
Með lögum nr. 25/2020, um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru, var m.a. sú tímabundna breyting gerð að virðisaukaskattur vegna vinnu manna við bílaviðgerðir, bílamálun og bílaréttingar fólksbifreiða yrði að öllu leyti endurgreiddur.
22.06.2020
Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hyggst færa úr kvíarnar á næstunni ef áætlanir fyrirtækisins ganga eftir. Áform eru uppi um byggingu nýrrar verksmiðju í suðurvesturhluta Bandaríkjanna á þþessu ári að sögn talsmanna Tesla. Viðræður hafa verið í gangi við embættismenn í Texas og Oklahoma og er Tesla bjartsýnt á jákvæðar niðurstöður á næstunni.
22.06.2020
Þýski bílaframleiðandinn BMW stendur frammi fyrir miklum hagærðingum í rekstri fyrirtækisins. Samningar tíu þúsund starfsmanna verða ekki endurnýjaðir. Forsvarsmenn fyrirtæksins sögðu í samtölum við þýska fjölmiðla að kórónuveirufaraldurinn væri stærsti orsakavaldurinn fyrir þessum hremmingum.
18.06.2020
Í hvert sinn sem farið er með bifreið í ástandsskoðun, bifreið er nýskráð eða eigendaskipti eiga sér stað þarf að greiða umferðaröryggisgjald. Alls voru 153 milljónir kr. sem runnu í þann tekjustofn á síðasta ári. Fækkun í nýskráningum milli ára hefur mest áhrif til lækkunar en á móti vegur líklega að fleiri færðu bíl sinn til ástandsskoðunar á réttum tíma. Þetta kemur fram í Árbók bílgreina 2020.
18.06.2020
SBAND Jeep umboðið í Mosfellsbæ hefur nú hafið forsölu á fyrstu tengiltvinnbílum Plug-In-Hybrid frá Jeep. Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og „S“ og Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu.
16.06.2020
Samgöngustofa hefur hrundið af stað herferð til þess að hvetja ökumenn til að spara sér ekki 2 sekúndur við það að spenna á sig öryggisbeltin. Herferðin heitir 2 sekúndur og varpar hún ljósi á fáránleika þess að nota ekki öryggisbeltin.
15.06.2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur undirritað reglugerð sem heimilar útgáfu stafrænna ökuskírteina. Gert er ráð fyrir að hægt verði að sækja þau í símann síðar í mánuðinum. Stafræn ökuskírteini verða framvegis jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi.
12.06.2020
Hið sögufræga bílamerki MG sem margir þekkja frá gamalli tíð hefur formlega innreið sína á íslenska bílamarkaðinn síðar í þessum mánuði þegar bílaumboðið BL kynnir hinn nýja framhjóladrifna og rafknúna sportjeppa MG ZS EV í sýningarsalnum við Sævarhöfða. Hlutdeild umhverfismildra bíla hér á landi fer sífellt vaxandi á markaðnum og með MG ZS EV býðst almenningi nýr og spennandi kostur til að velja úr í flóru rúmgóðra og velbúinna rafbíla hjá BL.