Fréttir

Bílaframleiðsla á Bretlandseyjum í algjöru lágmarki

Það segir sína sögu hvað kórónaveiran hefur leikið bílaframleiðendur grátt en í aprílmánuði einum voru framleiddir 197 bílar í bílaverksmiðjum á Bretlandseyjum.Hafa verður í huga að bílaverksmiðjur hafa að mestu verið lokaðar eða starfsemin í lágmarki. Í sama mánuði fyrir ári síðan voru framleiddir 71 þúsund bílar að sögn breskra bílaframleiðenda.

Bílaleigufyrirtækið Hertz sækir um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum

Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið mörg fyrirtækin grátt um allan heim. Sum berjast í bökkum og önnur stefna í þrot eða hafa sótt um greiðslustöðvun. Bílaleigufyrirtækið Hertz er eitt þeirra sem óskað hafa eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Á meðan hún varir ætla stjórnendur fyrirtækisins að vinna að því af öllum mætti að koma því á flot aftur.

Aukið öryggi með breikkun Suðurlandsvegar

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suðurlandsveg (1) frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Lagður verður 2 + 2 vegur og tengingum fækkað frá því sem nú er. Gerðir verða nýir aðskildir reið-, hjóla- og göngustígar. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi allra fararmáta og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg með því að aðskilja akstursstefnur.

Fyrsta ársfjórðunginn var samdráttur 74% í bílasölu í Evrópu

Bílasala fyrsta ársfjórðung þess árs í Evrópu drógst saman um heil 74% en greint var frá þessum gríðarlega samdrætti í dag. Bílasalan nær yfir 27 aðildarríki evrópusambandsins auk Bretlands, Noregs, Sviss og Ísland.

Aftur dregur úr umferðinni á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin um lylkilsnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu dróst meira saman í síðustu viku en vikurnar tvær á undan. Umferðin í viku 21 var minni en bæði í viku 20 og í viku 19. í samanburði við sömu viku fyrir ári dróst umferðin saman um nærri 12 prósent sem er nokkuð meiri samdráttur en síðuðstu vikur á undan. Erfitt er að meta hvað veldur en líklega hefur uppstigningadagur áhrif af því fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Forstjóri Volvo segir eftirspurn eftir rafbílum eigi eftir að aukast

,,Kórónuveirufaraldurinn á eftir að breyta miklu í bílaframleiðslu á næstu árum. Eftirspurn eftir sprengihreyfilsbílum á eftir að minnka en að sama skapi mun sala á rafbílum eftir að aukast,“ sagði Håkan Samuelsson, forstjóri Volvo, á ráðstefnu með fjarfundarbúnaði í síðustu viku.

Öll réttindi þurfa að vera í lagi til að aka um með stór hjólhýsi

„Þeir sem tóku bílpróf fyrir árið 1997 þeir fengu réttindi til að draga vagn upp að 3.500 kílóum og aka bíl upp að 3.500 kílóum en hins vegar þeir sem að tóku próf eftir 1997 fengu svokölluð b-réttindi og þar má heildarþyngd vagnlestarinnar ekki fara yfir 3.500 kíló. Ökumenn þurfa að ganga úr skugga um að þeir hafi réttindi til að aka um vegi landsins með hjólhýsi og eftirvagna. Hafa verður í huga að til að draga stóra vagna þarf nógu öfluga bíla,“ segir Björn Kristjánsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í viðtali í hádegisfréttum RÚV.

Dómstóll í Karlsruhe skikkar Volkswagen að greiða bætur

Þýski ríkisdómstóllinn í borginni Karlsruhe komst að þeirri niðurstöðu í dag að þýski bílaframleiðandinn skildi greiða eigendum dísilbíla frá fyrirtækinu bætur.

Ekki mælt með því að hjólað sé á akbrautum með mikilli og hraðri umferð

Að undanförnu hafa ökumenn tekið eftir því að reiðahjólafólk hjóli í meira mæli á vegunum. Um helgina var vart við reiðhjólafólk á Þingvallavegi og á Reykjanesbraut svo eitthvað sé nefnt. Reiðahjólafólk var ýmist eitt, hjólaði samhliða og var í hópum. Mörgum ökumönnum þótti þetta í sumum tilfellum óþægilegt og beinlínis varasamt.

Fjóra daga tók að berjast í gegnum þykkt stálið

Vegurinn inn í Mjóafjörð hefur verið opnaður. Fjóra daga tók að berjast í gegnum þykkt stálið sem safnast hafði upp í vetur en sums staðar var það rúmir fimm metrar á hæð. Vegurinn yfir Mjóafjarðarheiði hefur verið meira og minna lokaður síðan í október.