12.06.2020
ON hefur tekið í notkun nýjustu kynslóð hraðhleðslustöðva fyrirtækisins með 150 kW hleðslugetu. Stöðin er við fjölorkustöð Orkunnar við Miklubraut. Fjölorkustöð Orkunnar var opnuð í maí 2019 og verður þar hægt að fá alla endurnýjanlega orkugjafa sem framleiddir eru á Íslandi auk hefðbundins jarðefnaeldsneytis.
12.06.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 14 Mercedes-Benz G-Wagon bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að merking barnalæsinga í afturhurðum gæti valdið misskilningi.
11.06.2020
Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingar á lögum um fjöleignarhús með það að markmiði að liðka fyrir rafbílavæðingu landsins í samræmi við stefnu stjórnvalda um orkuskipti. Frumvarpinu er ætlað að draga úr óvissu varðandi þær reglur sem gilda um hleðslubúnað fyrir rafbíla í fjöleignarhúsum.
11.06.2020
Staðfestar tölur frá Kína sýna að bílamarkaðurinn þar er að rétta úr kútnum en niðursveifla í efnahagslífi og síðan kórónaveiran hefur leikið stærsta bílamarkað heims grátt síðustu misseri.
10.06.2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fjallaði um samgönguáætlun, framtíðarsýn í samgöngumálum og orkuskipti í ávarpi á aðalfundi Bílgreinasambands Íslands. Ráðherra sagði talsverð sóknarfæri felast í orkuskiptum í samgöngum og rafvæðingu bílaflotans, bæði fyrir umhverfið en einnig efnahag landsins.
10.06.2020
Stilling hf í samstarfi við þýska olíu-og bætiefnaframleiðandann Liqui Moly hafa ákveðið að styðja við íslenskar bílaleigur sem leggja þurfa stórum bílaflota sínum í sumar í kjölfar COVID-19. Allar bílaleigur, rútufyrirtæki og aðrir flotaeigendur fá bætiefni frá Liqui Moly sem drepur bakteríur í dísilolíu og kemur í veg fyrir myndun þeirra, ásamt að verja eldsneytiskerfið fyrir tæringu og ryðmyndun.
09.06.2020
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í viku 23 reyndist fimm prósentum minni en í sömu viku fyrir ári. Umferðin minnkar því aftur en í viku 22 var hún nánast sú sama og fyrir ári. Áhrifin af Covid-19 og samdrætti í efnahagslífinu er þannig greinileg enn þá en Vegagerðin hefur bent á sambandið á milli hagvaxtar og umferðar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
08.06.2020
Nýskráningar fólksbifreiða frá áramótum og til 6. júní eru nú orðnar 3.491 og nemur samdrátturinn um 45% miðað við sama tímabil í fyrra. Tesla er söluhæsta merkið en alls hafa selst 463 bifreiðar af þeirri tegund. Toyota er í öðru sæti með 450 bíla og Kia í þriðja sæti með 274. Þar á eftir koma Hyundai og Volkswagen.
08.06.2020
ON hefur tekið í notkun nýjustu kynslóð af hraðhleðslustöðvum með 150 kW hleðslugetu. Stöðin er við höfuðstöðvar ON við Bæjarháls. Nú geta rafbílaeigendur hlaðið þrisvar sinnum hraðar en áður með nýjum hraðhleðslustöðvum ON þar sem afl þeirra mun aukast þrefalt, úr 50 kW í 150kW.
08.06.2020
Umferðin í maí á höfuðborgarsvæðinu reyndist 9,5 prósentum minni en í sama mánuði fyrir ári síðan, þetta er mjög mikill samdráttur en mun minni en í apríl mánuði þegar samdrátturinn reyndist 28 prósent. Umferðin í síðustu viku reyndist einnig nánasta sú sama of í sömu viku fyrir ári, þannig að áhrifin af Covid-19 virðast vera að hverfa að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.