26.05.2020
Bílasala fyrsta ársfjórðung þess árs í Evrópu drógst saman um heil 74% en greint var frá þessum gríðarlega samdrætti í dag. Bílasalan nær yfir 27 aðildarríki evrópusambandsins auk Bretlands, Noregs, Sviss og Ísland.
26.05.2020
Umferðin um lylkilsnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu dróst meira saman í síðustu viku en vikurnar tvær á undan. Umferðin í viku 21 var minni en bæði í viku 20 og í viku 19. í samanburði við sömu viku fyrir ári dróst umferðin saman um nærri 12 prósent sem er nokkuð meiri samdráttur en síðuðstu vikur á undan. Erfitt er að meta hvað veldur en líklega hefur uppstigningadagur áhrif af því fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.
25.05.2020
,,Kórónuveirufaraldurinn á eftir að breyta miklu í bílaframleiðslu á næstu árum. Eftirspurn eftir sprengihreyfilsbílum á eftir að minnka en að sama skapi mun sala á rafbílum eftir að aukast,“ sagði Håkan Samuelsson, forstjóri Volvo, á ráðstefnu með fjarfundarbúnaði í síðustu viku.
25.05.2020
„Þeir sem tóku bílpróf fyrir árið 1997 þeir fengu réttindi til að draga vagn upp að 3.500 kílóum og aka bíl upp að 3.500 kílóum en hins vegar þeir sem að tóku próf eftir 1997 fengu svokölluð b-réttindi og þar má heildarþyngd vagnlestarinnar ekki fara yfir 3.500 kíló. Ökumenn þurfa að ganga úr skugga um að þeir hafi réttindi til að aka um vegi landsins með hjólhýsi og eftirvagna. Hafa verður í huga að til að draga stóra vagna þarf nógu öfluga bíla,“ segir Björn Kristjánsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í viðtali í hádegisfréttum RÚV.
25.05.2020
Þýski ríkisdómstóllinn í borginni Karlsruhe komst að þeirri niðurstöðu í dag að þýski bílaframleiðandinn skildi greiða eigendum dísilbíla frá fyrirtækinu bætur.
25.05.2020
Að undanförnu hafa ökumenn tekið eftir því að reiðahjólafólk hjóli í meira mæli á vegunum. Um helgina var vart við reiðhjólafólk á Þingvallavegi og á Reykjanesbraut svo eitthvað sé nefnt. Reiðahjólafólk var ýmist eitt, hjólaði samhliða og var í hópum. Mörgum ökumönnum þótti þetta í sumum tilfellum óþægilegt og beinlínis varasamt.
22.05.2020
Vegurinn inn í Mjóafjörð hefur verið opnaður. Fjóra daga tók að berjast í gegnum þykkt stálið sem safnast hafði upp í vetur en sums staðar var það rúmir fimm metrar á hæð. Vegurinn yfir Mjóafjarðarheiði hefur verið meira og minna lokaður síðan í október.
20.05.2020
Karim Habib var ráðinn hönnunarstjóri Kia í Kóreu á liðnu hausti en hann starfaði áður sem hönnunarstjóri BMW í nokkur ár og síðast í sama starfi fyrir Infiniti lúxusbílamerki Nissan í Japan. Karim ræddi nýlega við sænsku útgáfunni af Auto Motor & Sport um þróun nýrra bíla og framtíðina hjá Kia. Hér á eftir fer stutt samantekt á því sem Karim sagði.
20.05.2020
Allt virðist stefna í eitt stærsta ferðasumar hér á landi í langan tíma en sala á tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum og hjólhýsum hefur sjaldan verið meiri. En áður en farið er af stað er mikilvægt að kynna sér vel ástand bílsins og ekki síður ástandið á eftirvagninum. Oft á tíðum hafa vagnarnir staðið við misjafnar aðstæður í marga mánuði og síðan skellt aftan í bílinn og haldið af stað.
Hér verður stiklað á nokkur mikilvæg atriði sem er gott að hafa í huga áður lagt er af stað.
20.05.2020
Bílaframleiðendur eiga við mikinn rekstrarvanda að stríða um þessar mundir sökum kórónaveirufaraldursins. Samdráttur í sölu nýrra bíla er mikill og alveg ljóst að bílaframleiðendur verða í langan tíma að rétta úr kútnum.