18.09.2019
Áhrifa árásar á olíumannvirki í Sádi-Arabíu um helgina er lítillega farið að gæta hér á landi. Lítrinn af eldsneyti lækkaði þó um eina krónu í Costco í Garðabæ í gær en á sama tíma hækkaði hann um 1,50 - 2,50 krónur á öðrum sölustöðvum.
17.09.2019
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sagði í morgunútvarpi á Rás 2 í morgun að 90% af ferðum í höfuðborginni til og frá vinnu séu farnar með einkabíl. Fram kom ennfremur í máli Runólfs að íbúum á höfuðborgarsvæðinu hafi fjölgað um 40 þúsund á síðustu árum á meðan lítið hafi verið um samgönguframkvæmdir. Farþegum í strætisvögnum hafa hlutfallslega ekki fjölgað mikið.
17.09.2019
Nýr vegarkafli á Þingvallavegi var formlega opnaður í gær eftir miklar endurbætur í því skyni að auka umferðaröryggi samfara stóraukinni umferð um svæðið. Um er að ræða átta km vegarkafla frá þjónustumiðstöðinni og að tengingu við Vallaveg.
17.09.2019
Neytendastofa gerði könnun í aprílmánuði 2019, á upplýsingagjöf dekkjaverkstæða. Skoðaðar voru vefsíður 15 dekkjaverkstæða á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.
16.09.2019
Það gekk eftir eins og spáð var að heimsmarkaðsverð myndi hækka mikið eftir árás sem gerð var á olíumannvirki í Sádi-Arabíu um helgina. Í nótt hækkaði verð á Brent olíu um 12 Bandaríkjadali tunnan en það er hæsta verð sem sést hefur síðan 1988. Hækkunin nemur um 20%. Nú í morgunsárið tók hins vegar verðið að lækka en þrátt fyrir það nemur hækkunin núna um 10%.
12.09.2019
Vegtollar á höfuðborgarsvæðinu, sem samgönguráðherra hefur kynnt sveitarfélögunum, geta orðið 400 þúsund krónur á ári fyrir mjög marga bíleigendur, einkum þá sem búa í úthverfum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélögum.
12.09.2019
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segist ekki trúa því að óreyndu að yfirvöld ætli sér að taka upp veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins til að fjármagna samgönguframkvæmdir og Borgarlínu. Runólfur segir að ef þetta verði að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum fengið á sig auknar álögur sem gætu numið á bilinu 30-40 þúsund á mánuði. Þetta kom fram í viðtali við Runólf Ólafsson í hádegisfréttum Bylgjunnar.
11.09.2019
Á fundi Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, með fulltrúum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem kynnt var framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu kom fram að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins verða tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir, þar með talið borgarlínu. Ríkið mun selja landið að Keldum til að fjármagna framkvæmdirnar. Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum á RÚV.
11.09.2019
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst jókst mjög lítið eða um 0,4 prósent. Umferðin frá áramótum hefur einungis aukist um 1,2 prósent og útlit er nú fyrir að heildaraukningin í ár geti numið 2,4 prósentum, samkvæmt reiknilíkani Vegagerðarinnar. Það yrði þá minnsta aukning síðan árið 2012. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
11.09.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 185 Toyota Proace bifreiðar af árgerðum 2016 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggisbelti farþegamegin virki ekki sem skyldi við ákveðnar aðstæður.