Fréttir

Ökumenn frá 21 þjóðlandi kærðir fyrir hraðakstur

70 ökumenn frá 21 landi voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Hraðast ók íslenskur karlmaður fæddur 1975 en bifreið hans mældist á 157 km/klst hraða á Suðurlandsvegi til móts við Oddgeirshóla.

Toyota innkallar Landcruiser, Avensis, C-HR og Auris

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 20 Toyota Landcruiser bifreiðar af árgerð 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að innspýtingarkerfi fyrir olíuverk sé ekki fest nægilega vel og gæti losnað. Viðgerð felst í því að skipt er um rör og klemmur.

Réttu hand­tökin að skipta um dekk

Hjörtur Gunnar Jóhannesson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda segir að það fyrsta sem ökumaður ætti að gera þegar dekk springur sé að huga að aðstæðum. „Ef springur á bíl á erfiðum stað, t.d. Reykjanesbrautinni, þá þarf að tryggja að aðstæður séu sem öruggastar,“ segir Hjörtur og minnir á að það er lögboðin skylda að hafa viðvörunarþríhyrning í bílnum.

Áhugi bílaframleiðenda á sýningum fer dvínandi

Í kjölfar árlegu bílasýningarinnar í Frankfurt sem fram fór á dögunum velta sérfræðingar því fyrir sér hver framtíð bílasýninga er í raun og veru. Áhugi bílaframleiðenda hefur farið dvínandi síðustu ár en á sýningunni í Frankfurt völdu nokkrir framleiðendur að taka ekki þátt.

Nóbelsverðlaun fyrir litíumjónarafhlöður

Konunglega sænska vísindaakademían greindi frá því í Stokkhólmi í dag að þrír einstaklingar deildu með sér nóbelsverðlaununum í efnafræði. Um er að ræða Bandaríkjamanninn John Goodenough, Bretann Stanley Whittingham og Akira Yoshino frá Japan.

Sundabraut í göngum álitlegasti kosturinn

Í fréttaskýringaþættinum Kastljósi í gærkvöldi var Sundabraut þar til umfjöllunar og í viðtali við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, kom fram að hann teldi að Sundabraut í göngum yrði langfarsælasta útfærslan á samgöngumannvirkinu. Hann hafi verið á þeirri skoðun í meira en áratug.

Fundur um umferðaröryggi í þéttbýli

Vegagerðin býður til morgunverðarfundar um umferðaröryggi í þéttbýli á Grand Hótel 15. október.Myrkur, rysjótt veður og slæmt skyggni eru fylgifiskar haustsins. Þessar aðstæður hafa truflandi áhrif á ökumenn og gangandi vegfarendur og auka hættu á slysum. Þá er mikilvægt að finna svar við spurningunni: Hvernig getum við aukið öryggi og fækkað slysum í umferðinni?

Ný tegund myndavélatækni sett upp í Hvalfjarðargöngum

Nýjar hraðamyndavélar verða settar upp í Hvalfjarðargöngum á næsta ári. Vegagerðin hyggst kaupa nýju myndavélarnar og fjármagn til uppsetningar vélanna þú þegar fyrir hendi. Talið er að kostnaður við þær verði ekki undir 50 milljónum króna. Þetta kemur fram Í Skessuhorni.

Eldsneytis- og bílakaup dragast saman

Velta í þeim útgjaldaliðum sem tengjast rekstri bifreiða drógust verulega saman milli ára í ágúst, en dregið hefur úr bílainnflutningi á árinu. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagsjár, sem hagfræðideild Landsbankans stendur að.

18 bílar í úrslitum í vali á bíl ársins

Tilkynnt verður um val á Bíls ársins 16. október næstkomandi og sigurvegara í hverjum flokki fyrir sig. Átján bílar í sex flokkum hafa komist í lokaval Bandalags íslenskra bílablaðamanna í vali á bíl ársins 2020. Alls voru 30 bílar í forvali.