Fréttir

Volkswagen og Bosch ætla að reisa rafhlöðuverksmiðjur

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen og hátæknifyrirtækið Bosch hafa komist að samkomulagi um að stofna sameiginlegt verkefni fyrir lok þesss árs. Verkefnið lítur að því að reisa rafhlöðuverksmiðjur með þeim tilgangi að gera Evrópu sjálfbæra í rafhlöðuframleiðslu.

Sundabraut mun hafa gríðarlega þýðingu fyrir samgöngur

Mikill samfélagslegur ábati er af lagningu Sundabrautar en þetta kemur fram í óháðri félagshagfræðilegri greiningu á lagningu Sundabrautar og skilagrein starfshóps Vegagerðarinnar um lagningu brautarinnar.

Nýskráningar rúmum 47% fleiri fyrstu vikur þessa árs

Nýskráningar fólksbifreiða voru rúmlega tvö hundruð fleiri fyrstu þrjár vikur nýs árs en yfir sama tímabil í fyrra. Nýskráningar þessa árs eru orðnar 636 en voru 433 í fyrstu þrjár vikurnar í fyrra. Nýskráningar til almennra notkunar voru tæp 81% og til bílaleika rúm 18%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Bílabúð Benna þarf að greiða fjórtán milljónir vegna galla í Porsche-jeppa

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Bílabúð Benna þurfi að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, fjórtán milljónir vegna gallaðs Porsche-jeppa.

Dýrasta og ódýrasta bensínverðið á Íslandi 2020 og 2021

FÍB hefur unnið töluleg gögn um daglegt bensínverð á heimsmarkaði og útsöluverð hér á landi árin 2020 og 2021. Tölurnar eru teknar saman sem meðaltöl fyrir hvern mánuð á þessu tveggja ára tímabili. Til samanburðar eru skattar á hvern lítra sundurliðað miðað við útsöluverðið hjá Costco annars vegar og hins vegar þar sem það er dýrast á þjónustustöðvum hjá N1 og Olís. Bensíngjöldin og kolefnisgjaldið er föst krónutala á hvern lítra og síðan leggst virðisaukaskattur ofan á kostnaðarverð með sköttum og álagningu. Það sem skýrir mismun af skattinum á hvern lítra hjá Costco og N1/Olís er virðisaukaskatturinn.

Sjóvá refsar FÍB fyrir gagnrýni

Sjóvá rifti samningi við FÍB-aðstoð aðeins nokkrum vikum eftir að FÍB gagnrýndi tryggingafélagið fyrir milljarða króna greiðslur til hluthafa. FÍB-aðstoð hefur annast Vegaaðstoð Sjóvár síðan 2007 og engan skugga borið á þau viðskipti. Engar skýringar fylgdu fyrirvaralausri uppsögninni af því fram kemur í fréttatilkynningu frá FÍB.

Mikill munur á verði trygginga – Vörður með lægsta tilboð í fimm tilfellum af sex

Í nýrri verðkönnum Verðlagseftirlits ASÍ kemur fram að mikill munur getur verið á verði á tryggingum og eru neytendur hvattir til að fá tilboð frá ólíkum félögum. Könnunin sýnir að verðlagning tryggingafélaganna er misjöfn eftir tryggingategundum og að minni munur sé á tilboðum tryggingafélaganna ef þau innihalda margar ólíkar tryggingar.

Sölusamdráttur í sölu á bílum í Þýskalandi um 10%

Nýskráningar bíla í Evrópu lækkaði um 1,5% árið 2021. Skortur á hálfleiðurum á heimsvísu og önnur birgðakeðjuvandamál hafa dregið úr afhendingu bíla á heimsvísu, þar sem margir bílaframleiðendur sitja á hálfkláruðum vörum og geta ekki mætt eftirspurn.

Minna öryggi á breskum vegum vegna niðurskurðar

Niðurskurður innan bresku lögreglunnar á síðustu árum hefur orðið til þess að öryggi á vegum úti er minna en áður. Samtök bresku lögreglusamtakanna hafa mótmælt harðlega fækkun umferðarlögreglumanna á breskum vegum. Dauðaslysum í Bretlandi fjölgaði á árunum 2012-2019 en fækkaði nokkuð síðan sem rekja má að hluta til lokunaraðgerða sem gerðar voru til að bregðast við COVID-19 heimsfaraldrinum.

Bílasala fer ágætlega af stað á nýju ári– hlutdeild nýorkubíla 85%

Nýskráningar fólksbifreiða fer ágætlega af stað á nýju ári. Á fyrstu tveimur vikum þess árs eru nýskráningar alls 414 en voru á sama tímabili 2021 285. Er þarna um að ræða um 45,3% aukningu samkvæmt tölum frá Bílagreinasambandinu.