Fréttir

Nýjar reglur um skoðun ökutækja

Eins og fram hefur komið tók í gildi 1. maí sl. ný reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja, sem ætlað er að stuðla að auknu umferðaröryggi. Ákveðin atriði reglugerðarinnar koma þó ekki til framkvæmda fyrr en um næstu áramót, 1. janúar 2022.

ON setur upp hleðlsustöðvar á opnum svæðum

Orka náttúrunnar hefur sett upp hleðslustöðvar á opnum svæðum, til dæmis við leikskóla, skóla, sundlaugar, menningarhús og íþróttamiðstöðvar. Þarna er kominn nýr fyrir eigendur rafbíla að hlaða rafbílinn. Stæðin eru staðsett á 32 stöðum í Reykjavík og 4 stöðum í Garðabæ og eru fyrir tvo til sex rafbíla í hleðslu. Til að geta nýtt sér hleðslurnar þurfa rafbílaeigendur að vera með eigin hleðslusnúru.

Sameina krafta sína um endingu rafgeyma

Sala á raf- og tvinnbílum hefur tekið mikinn kipp á síðustu tveimur árum og þá alveg sérstaklega í Evrópu. Markaðir í Kína og Norður-Ameríku hafa líka tekið við sér en á árinu 2020 nam salan á þessum bílum 4,6% af heildarsölu. Í Evrópu náði markaðshlutdeild þeirra að vera 10%. Alþjóða orkumálastofnunin spáir því að markaðshlutdeild þeirra gæti orðið á milli 10,4% og 19% árið 2025.

Verstappen heimsmeistari í fyrsta sinn

Hollendingurinn Max Verstappen á Red Bull varð um helgina heimsmeistari í Formúlu 1. Þetta var í fyrsta skipti sem þessi 24 ára gamli ökumaður tryggir sér sigurinn í Formúlu 1 en síðasta keppni ársins fór fram Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ný brú yfir Fossvog tilbúin eftir um tvö ár

Úrslit í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog voru tilkynnt í gær. Vinningstillagan ber heitið Alda. Tillagan fékk góða einkunn í öllum flokkum. Samtals hlaut hún 110,4 stig af 130 mögulegum. Að baki vinningstillögunni er teymi frá verkfræðistofnunni EFLU og BEAM Architects.Nú tekur við um eins árs hönnunarferli hjá Vegagerðinni vegna brúarinnar.Eftir það hefjast framkvæmdir. Þannig að í lok árs 2023, byrjun árs 24 getur fólk farið að njóta þess að fara yfir brúna,

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 23% í nóvember

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nóvember jókst um 23 prósent í nýliðnum nóvembermánuði að því framí tölum frá Vegagerðinni. Þrátt fyrir mikla aukningu nær umferðin ekki að vera jafnmikil og hún var árin 2018 og 2019. Útlit er fyrir að umferðin í ár aukist um 9 prósent án þess þó að sú aukning slái metið um umferð á einu ári.

Ný reglugerð um skoðun ökutækja

Þann 1. maí sl. tók gildi reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja, sem ætlað er að stuðla að auknu umferðaröryggi. Ákveðin atriði reglugerðarinnar koma þó ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2022.

Rafbílar lentu í vandræðum í Svíþjóð

Margir sænskir ökumenn lentu í hrakningum víða á vegum í Svíþjóð fyrir helgina. Ástandið var sérlega slæmt í vesturhluta landsins. Mikil ofan koma og hvassvirði olli miklum umferðartöfum. Athygli vakti að upp komu vandamál með rafbíla sem urðu rafmagnslausir í kuldanum og gripu ökumenn til þess örþrifaráðs að skilja þá eftir.

Breytingar á virðisaukaskatti tekur að öllu óbreyttu breytingum um áramótin

Niðurfelling ívilnunar sem tengibílar hafa notið í formi lækkaðs virðisaukaskatts tekur að öllu óbreyttu breytingum um áramótin. Ívilnunin í dag er að hámarki að fjórum milljónum króna af bílverði og getur því numið að hámarki 960 þúsundum króna.

Sektir fyrir nagladekkjanotkun fellur í grýttan jarðveg

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum.