03.12.2021
eytendastofa er nú með til skoðunar nokkrar tilkynningar vegna tilboðs tryggingafélagsins TM síðastliðinn mánudag. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda, Runólfur Ólafsson, segir tilboðið hafa verið á skjön við neytendalög og gagnrýnir tryggingarfélögin fyrir ofurhátt verðlag.
03.12.2021
Meira en 800 ökumenn hafa verið kærðir fyrir ölvunarakstur á þessu ári, nokkuð fleiri en í fyrra. 1120 hafa verið kærðir fyrir að aka undir áhrifnum fíkniefna, sem er fækkun frá því á sama tíma í fyrra.
02.12.2021
Framkvæmdir eru hafnar við tvöföldun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum vestur fyrir Lögbergsbrekku skammt ofan Reykjavíkur, með hliðarvegum og undirgöngum fyrir reiðvegi.
30.11.2021
FÍB sendi í dag inn erindi til Neytendastofu þar sem vakin er athygli stofnunarinnar á því að afsláttartilboð TM mánudaginn 29. nóvember brjóti gegn lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
30.11.2021
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna fólksflutningabifreiða. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 15. febrúar 2022. Fyrra samráð vegna þessa máls (roadmap) var haldið í byrjun þessa árs.
29.11.2021
FÍB vekur athygli á því að „cyber monday“ afsláttartilboð TM á tryggingum brýtur gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu.
29.11.2021
Nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar 11.411 það sem af er árinu sem er tæplega 34% meiri sala en á sama tíma í fyrra. Nýskráningar allt árið 2020 voru 9.369.
26.11.2021
Að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu fara vinsældir nýorkubíla vaxandi hér á landi. Hlutdeild tengiltvinnbíla er stærstur í nýskráningum fólksbíla og rafbílar koma þar næstir á eftir. Það sem af er árinu hafa fleiri nýorkubílar verið skráðir hér á landi en bílar sem ganga fyrir bensíni og dísilolíu. Mikil hugarfarsbreyting í þessum málum hefur átt sér stað á meðal almennings og þá hafa stjórnvöld lét á gjöldum og álögum hjá þeim sem hyggja kaup á nýorkubílum.
26.11.2021
Nýjar vefþjónustur um nýskráningu ökutækja sem hafa verið í þróun eru nú tilbúnar til notkunar hjá Samgöngustofu og gefst öllum bílaumboðum kostur á að tengjast þeim.
26.11.2021
Orka náttúrunnar mun opna á ný 156 Hverfahleðslur sem staðsettar eru víða um borg eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útboðsmála fyrir stundu.