Fréttir

Renault Kangoo sendibíll ársins 2022

Ný kynslóð af sendibíl Renault Kangoo, sem kemur á markað á næsta ári, hlaut í nóvember alþjóðlega titilinn Sendibíll ársins 2022, eða „The International Van of the Year award (IVOTY)“, sem dómnefnd 24 evrópskra bílablaðamanna valdi.

Fyrsti Xpeng P7 fólksbíllinn afhentur í Noregi

Fyrsti fólksbílinn af gerðinni Xpeng P7 hefur verið afhentur nýjum eigenda í Evrópu. Fyrsti viðskiptavinurinn var Norðmaður og munu fleiri bætast í þennan hóp þar í landi á næstunni enda hefur þessi rafbíll vakið mikla athygli.

ARIYA á markað í Evrópu næsta sumar

Nú er Nissan í stakk búið til að taka enn eitt skrefið fram á við með komu hinnar hreinu rafknúnu ARIYA árið 2022. Afhendingar á ARIYA hefjast í Bretlandi næsta sumar og er verðið frá rúmlega sjö milljónum króna Þetta verður fyrsti Nissan bíllinn sem er með séreignaðri e-4ORCE tækni, fjórhjóladrifskerfi sem getur stjórnað togi á milli fram- og afturhjóla. Hann stjórnar líka afköstum og hemlunarafköstum, skilar mjúkri og stöðugri ferð, dregur úr streitu og eykur sjálfstraust ökumanns.

Þungi framleiðslunnar verður í rafbílum

Bílaframleiðendur um allan heim horfa til framtíðar og er ljóst að þungi framleiðslunnar verður á rafbílum. Japansli bílaframleiðandin Toyota og Volkswagen eru með stór áform á þessu sviði en þetta kom glögglega í ljós í tilkynningu frá þeim á dögunum.

Rannsókn á Procar-málinu lokið og komið til ákærusviðs

Rann­sókn á Procar-málinu er lokið og kom­ið til ákæru­sviðs sem tek­ur ákvörðun um hvort að ákært verði. Þetta staðfest­ir Ólaf­ur Þór Hauks­son Héraðssak­sókn­ari í sam­tali við mbl.is.

Mohammed Ben Sulayem kjörinn forseti FIA

Mohammed Ben Sulayem frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum var í dag kjörinn forseti Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins, FIA, á þingi þess sem haldið er í París þessa dagana. Sulayem hafði betur í forestaslagnum við Bretann Graham Stoker. Mohammed Ben hlaut 67% atkvæða en Stoker 32%.

Lágmarksöryggiskröfur EES ábótavant í þremur jarðgöngum

Þrjú jarðgöng af þeim fjórum á Íslandi sem tilheyra samevrópska vegneti upfylla ekki lágmarkskröfur EES fyrir jarðgöng samkvæmt eftirlitsstofnun EFTA og ESA. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti sem ESA hefur komið áleiðis til íslenskra stjórnvalda þar sem þau hafa ekki innleitt lágmarksöryggisráðstafanir í jarðgöngum af því fram kemur í umfjöllun um málið á visir.is.

Innflutningi á forblandaðri lífdísilolíu hætt

N1 hef­ur ákveðið að hætta inn­flutn­ingi á for­blandaðri líf­dísi­lol­íu frá Nor­egi og er að skoða aðra lausn að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag um málið. Ástæðan er ábend­ing­ar viðskipta­vina um gæði ol­í­unn­ar.

Dreginn verði lærdómur af atburðinum í Abu-Dhabi

Töluverðar umræður fóru af stað eftir sigur Hollendingsins Max Verstappen í síðustu keppni í Formulu 1 um liðna helgi. Mercedes-liðið og Lewis Hamilton voru mjög ósátt við hvernig mótstjórinn beitti reglum um öryggisbíl á síðustu hringjum kappaksturins. Ný beiting reglanna gerði Max Verstappen kleift að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra í fyrsta sinn, þrátt fyrir að Hamilton hafi leitt kappaksturinn í Abu Dhabi frá fyrsta hring.Úrslitin þýddu að Verstappen fór með sigur af hólmi í heildarstigakeppninni og þar með Verstappen heimsmeistari í Formuli 1 í fyrsta sig.

Góð þjálfun ökumanna grundvöllur fyrir umferðaröryggi

30 nemendur voru útskrifaðir úr ökukennaranámi við Endurmenntun Háskóla Íslands á dögunum.Endurmenntun hefur séð um námið í samstarfi við Samgöngustofu og Menntavísindasvið HÍ frá árinu 2017.