23.12.2021
Ný kynslóð af sendibíl Renault Kangoo, sem kemur á markað á næsta ári, hlaut í nóvember alþjóðlega titilinn Sendibíll ársins 2022, eða „The International Van of the Year award (IVOTY)“, sem dómnefnd 24 evrópskra bílablaðamanna valdi.
23.12.2021
Fyrsti fólksbílinn af gerðinni Xpeng P7 hefur verið afhentur nýjum eigenda í Evrópu. Fyrsti viðskiptavinurinn var Norðmaður og munu fleiri bætast í þennan hóp þar í landi á næstunni enda hefur þessi rafbíll vakið mikla athygli.
23.12.2021
Nú er Nissan í stakk búið til að taka enn eitt skrefið fram á við með komu hinnar hreinu rafknúnu ARIYA árið 2022. Afhendingar á ARIYA hefjast í Bretlandi næsta sumar og er verðið frá rúmlega sjö milljónum króna Þetta verður fyrsti Nissan bíllinn sem er með séreignaðri e-4ORCE tækni, fjórhjóladrifskerfi sem getur stjórnað togi á milli fram- og afturhjóla. Hann stjórnar líka afköstum og hemlunarafköstum, skilar mjúkri og stöðugri ferð, dregur úr streitu og eykur sjálfstraust ökumanns.
20.12.2021
Bílaframleiðendur um allan heim horfa til framtíðar og er ljóst að þungi framleiðslunnar verður á rafbílum. Japansli bílaframleiðandin Toyota og Volkswagen eru með stór áform á þessu sviði en þetta kom glögglega í ljós í tilkynningu frá þeim á dögunum.
17.12.2021
Rannsókn á Procar-málinu er lokið og komið til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um hvort að ákært verði. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson Héraðssaksóknari í samtali við mbl.is.
17.12.2021
Mohammed Ben Sulayem frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum var í dag kjörinn forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins, FIA, á þingi þess sem haldið er í París þessa dagana. Sulayem hafði betur í forestaslagnum við Bretann Graham Stoker. Mohammed Ben hlaut 67% atkvæða en Stoker 32%.
16.12.2021
Þrjú jarðgöng af þeim fjórum á Íslandi sem tilheyra samevrópska vegneti upfylla ekki lágmarkskröfur EES fyrir jarðgöng samkvæmt eftirlitsstofnun EFTA og ESA. Þetta kemur fram í rökstuddu áliti sem ESA hefur komið áleiðis til íslenskra stjórnvalda þar sem þau hafa ekki innleitt lágmarksöryggisráðstafanir í jarðgöngum af því fram kemur í umfjöllun um málið á visir.is.
16.12.2021
N1 hefur ákveðið að hætta innflutningi á forblandaðri lífdísilolíu frá Noregi og er að skoða aðra lausn að því fram kemur í Morgunblaðinu í dag um málið. Ástæðan er ábendingar viðskiptavina um gæði olíunnar.
16.12.2021
Töluverðar umræður fóru af stað eftir sigur Hollendingsins Max Verstappen í síðustu keppni í Formulu 1 um liðna helgi. Mercedes-liðið og Lewis Hamilton voru mjög ósátt við hvernig mótstjórinn beitti reglum um öryggisbíl á síðustu hringjum kappaksturins. Ný beiting reglanna gerði Max Verstappen kleift að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra í fyrsta sinn, þrátt fyrir að Hamilton hafi leitt kappaksturinn í Abu Dhabi frá fyrsta hring.Úrslitin þýddu að Verstappen fór með sigur af hólmi í heildarstigakeppninni og þar með Verstappen heimsmeistari í Formuli 1 í fyrsta sig.
15.12.2021
30 nemendur voru útskrifaðir úr ökukennaranámi við Endurmenntun Háskóla Íslands á dögunum.Endurmenntun hefur séð um námið í samstarfi við Samgöngustofu og Menntavísindasvið HÍ frá árinu 2017.