05.11.2021
Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru flestar nýskráningar í október í Hyundai bifreiðum, alls 122. Toyota bifreiðar komu í næsta sæti með 84 bíla og Volvo var í þriðja sæti með 71. Nýskráningar fólksbifreiða voru alls 1020 í október en það sem af er árinu eru þær alls orðnar 10.658. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 8.008 og nemur aukningin um 32%.
05.11.2021
Umferðin í október á höfuðborgarsvæðinu jókst um nærri 20 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Umferðin er eigi að síður töluvert minni en hún var árið 2019 og einnig minni en hún var 2018. Á höfuðborgarsvæðinu er því ekki slegið met líkt og á Hringveginum að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
04.11.2021
Bandarísk stjórnvöld hafa uppi áform um að fjölga rafknúnum ökutækjum til muna á næstu árum. Þau hafa átt í viðræðum við rafbílaframleiðendur um að auka framleiðslu á rafbílum og bæta þá en í staðinn verða innviðir bættir til muna. Mikilvægur þáttur í þessu er að tryggja nægt rafmagn og fjármagn til að uppbyggingin gangi hratt og vel fyrir sig.
03.11.2021
Aldrei hafa fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í október en í þeim október sem nú er nýliðinn að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni. Umferðin frá sama mánuði fyrir ári jókst um nærri 32 prósent sem er gríðarlega mikil aukning. mesta aukning er á Mýrdalssandi og í Hvalnesi í Lóni þar sem umferðin reyndist tvisvar og hálfu sinni meiri en í fyrra eða aukning upp á um 250 prósent.
03.11.2021
Bílaframleiðendur um allan heim kvarta sáran en framleiðslugeta þeirra hefur dregist verulega saman á síðustu mánuðum vegna skorts á hálfleiðurum og öðrum íhlutum. Þetta má að mestu rekja til heimsfaraldursins en verksmiðjur sem annast framleiðslu þessara hlutu þurftu á tímabili að grípa til lokanna. Þetta ástand hefur valdið því seinkanir hafa orðið á afhendingu nýrra bíla.
02.11.2021
Vinnunnuvélar sem ætlaðar eru til aksturs í umferð, það er að segja á opinberum vegum, þurfa nú að skrá þær í ökutækjaskrá og setja á þær skráningarmerki til auðkenningar. Skráning þessara vinnuvéla hófst, 1. nóvember, og þarf að hafa farið fram fyrir 31. desember næstkomandi. Eftir þann tíma má eiga von á sektum.
02.11.2021
Hrun varð úr lofti Norðfjarðarganga upp úr hádegi í gær. Um var að ræða sprautusteypu í loftinu en einnig nokkuð af lausu berglagi úr loftinu. Göngunum var lokuð um leið og þetta gerðist en ljóst er að einhvern tíma mun taka að losa laust efni í lofti til að tryggja aðstæður áður en hægt verður að opna fyrir umferð.
02.11.2021
Hinn nýi rafbíll Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins 2022 í Premium flokki í Þýskalandi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum. Kia EV6 hafði betur í baráttu við Volkswagen ID4, Audi Q4 e-tron, Skoda Enyaq og Hyundai Ioniq 5 í Úrvalsflokknum.
01.11.2021
Bílabúð Benna hefur sett upp öflugustu bílahleðslustöð landsins við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar að Krókhálsi 9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, vígði helðslustöðina fyrir helgina.
01.11.2021
Bílasala í Japan dróst saman um 31,3% í októbermánuði. Síðustu mánuði hefur bílasala í landinu dregist verulega saman og er það meira um minna rakið til heimsfaraldursins. Aukin framleiðsluskerðing veldur auk þess að mikill skortur er á bílum og afhendingartíminn hefur lengst um marga mánuði.