23.09.2021
Þingkosningar standa fyrir dyrum í Tékklandi og kosningabaráttan stendur sem hæst. Helsta kosningamál sitjandi forsætisráðherra landsins, Andrej Babiš og flokks hans, ANO, er andstaða við þá fyrirætlan að lögbinda bann við sölu nýrra brunahreyfilsbíla í ES-ríkjunum frá og með 2035. Kosningaloforð Babiš er að krefjast verulegra breytinga á bannfrumvarpinu sem bíður afgreiðslu í Evrópuráðinu.
22.09.2021
Rafbíllinn Chevrolet Bolt sem heitir Opel Ampera-e í Evrópu hefur um langt skeið verið höfuðverkur framleiðandans General Motors vegna vandræða með rafhlöðurnar sem er frá kóreska rafhlöðuframleiðandanum LG Chem. Rafhlöðurnar er nefnilega ,,óstöðugar.“ Með því er átt við að ef ekki er gætt ítrustu varúðar í umgengni við þær, getur komið upp eldur í þeim.
22.09.2021
Gangandi vegfarandi á leið til vinnu í gærmorgun (21. sept.) tók eftir því að töluverðan reyk lagði upp úr reykháfum skipsins Hanseatic Nature við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn móts við Hafnarhúsið og Tollhúsið við Tryggvagötu.
20.09.2021
FÍB hefur reiknað út að tryggingafélögin gætu lækkað iðgjöld bílatrygginga hér á landi um 7 milljarða króna á ári en samt væri afkoma félaganna af viðskiptunum ágæt. Eftir sem áður væru íslenskir neytendur að borga hæstu iðgjöld bílatrygginga á Norðurlöndunum.
20.09.2021
Undirritaður hefur verið samstarfssamningur Vegagerðar, Samgöngustofu og Ríkislögreglustjóra um sjálfvirkt hraðaeftirlit með löggæslumyndavélum. Markmið samningsins er að fækka banaslysum og alvarlega slösuðum í umferðinni með markvissu hraðaeftirliti á völdum stöðum á þjóðvegum landsins.
20.09.2021
Rannsókn Héraðssaksóknara á Procar-málinu er á lokastigi. Það er saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara sem fær málið til afgreiðslu.
20.09.2021
Hér á FÍB-fréttum hefur verið fylgst með Microlino allt frá því að fyrstu frumgerðir þessa rafknúna örbíls komu fram 2016 hjá svissnesku sprotafyrirtæki. Loks nú er hann orðinn að veruleika.
20.09.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 105 Audi bifreiðar af árgerð 2009 - 2019 af ýmsum gerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að hugbúnaður í vélartölvu veldur því að útblástursmengun er meiri en leyfilegt er og ekki í samræmi við reglugerð.
17.09.2021
Framkvæmdastjóri SFF krafinn skýringa og gagna fyrir að tala máli tryggingafélaganna gegn FÍB
15.09.2021
Líkt og fram kemur í frétt hér á undan hefur FÍB sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd aðildarfélaga á vátryggingamarkaði.