Fréttir

Askja innkallar 115 Mercedes -Benz Sprinter

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 115 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremsuslöngur að framan komist í snertingu við frambrettin. Komi það fyrir er hætta á því að bremsuslöngurnar rofni og fari að leka.

Kia stórhuga á rafbílamarkaði á næstu árum

Bílaframleiðandinn Kia ætlar sér stóra hluti á rafbílamarkaðnum á næstu árum. S-Kóreska fyrirtækið upplýsti framtíðaráform sín á þessum markaði í vikunni og kom ennfremur fram að bílaframleiðandinn ætlar að taka sér leiðandi stöðu á þessum vettvangi.

Framleiðsla hafin á Model 3 í Kína

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla segir í tilkynningu að nú sé hafinn framleiðsla á Long Range Model 3 bílnum í verksmiðju fyrirtækisins í Shanghai í Kína. Viðskiptavinir ættu von á því að fá bílana afhenta eftir nokkra vikur.

650 milljónum varið í umferðaröryggisaðgerðir

Alls verður 650 milljónum króna varið til verkefna Vegagerðarinnar í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda í ár. Þar af var 150 milljónum úthlutað í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisins vegna COVID-19. Verkefnin eru fjölmörg og fjölbreytt og miða öll að því að auka öryggi vegfarenda.

BL innkallar Isuzu

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Isuzu D-Max, Crew Cab, 4x2 HR/4x4 model bifreiðar af árgerð 2018 til 2019.

Einkafjármögnunarleiðin gæti orðið allt að 30% kostnaðarsamari

Eins og áður hefur komið fram leggst Félag Íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, alfarið gegn hugmyndum um að fjármagna vegaframkvæmdir með veggjöldum með öllum þeim kostnaði sem því fylgir og vill í því sambandi miklu heldur taka upp kílómetragjald í staðinn. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, ræddi um þessar fyrirhugaðar hugmyndir í þættinum Samfélagið á Rás 1.

Enginn arður greiddur út hjá Volvo

Mikil umræða hefur verið í gangi hér á landi þegar stórfyrirtæki eru að greiða út arð á sama tíma og þau eru að þyggja fjárstuðning til handa starfsmönnum sínum í hlutastarfi vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins.

Tesla ætlar að virða skipanir yfirvalda að vettugi

Bílaframleiðandinn Tesla ætlar að virða að vettugi tilmæli yfirvalda í Kaliforníu um áfrmhaldandi lokanir á iðnaðarframleiðslu í fylkinu með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónaveirufaraldursins. Verksmiðju Tesla var lokað 23. mars en grunur er um að framleiðslan með einhverjum hætti sé nú þegar hafin í trássi við stjórnvöld.

Samdráttur í nýskráningum 33,2% það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða það sem af er ársins eru alls orðnar 3411. Þetta er samdráttur um 33,2% miðað við sama tíma í fyrra. Toyota er söluhæsti bíllinn en hafa alls 474 verð seldir.

Umferðin að færast í aukana

Umferðin í síðustu viku, viku 19, á höfuðborgarsvæðinu jókst nokkuð frá fyrri viku þótt hún hafi verið nærri 10 prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan. Þannig að rýmkun á samkomubanni og aukin umsvif vegna þess hafa leitt til þess að umferðin er aftur farin að aukast. Hvort hún verður aftur jafnmikil og fyrir ári á hinsvegar eftir að koma í ljós af því fram kemur í upplýsingum frá Vegagerðinni.