08.05.2020
FÍB leggst eindregið gegn frumvarpi samgönguráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Með þessu frumvarpi er stefnt inn á varasama braut einkavæðingar í vegakerfinu með tilheyrandi innheimtu vegtolla og dýrari lausnum en vera þyrfti.
08.05.2020
Samkvæmt yfirgripsmikilli þýskri neytenda- og markaðskönnun sem birt var í dag kemur fram að kórónuveirufaraldurinn ætlar breyta neysluformi þýskra neytenda á næstu tólf mánuðunum. Fram að kemur að 7% sem tóku þátt í könnunni ætla að fresta bílakaupum sem óformuð voru á þessu ári.
07.05.2020
Um þessar mundir eru 23 ár síðan fyrsti tvinnbíllinn kom á götuna. Þetta var árið 1997 þegar japanski bílaframleiðandinn Toyota braut blað í þessum efnum með fjölda framleiðslu á Toyota Prius tvinnbíl. Á þessum tímamótum var það upplýst að Toyota hefði selt 15 milljónir tvinnbíla.
07.05.2020
N1 og Tesla hafa undirritað samstarfssamning um uppsetningu á Tesla hraðhleðslustöðvum á völdum N1 stöðvum umhverfis Ísland, sem gerir Tesla eigendum kleift að hlaða sína bíla þegar ekið er um þjóðveg 1. Gert er ráð fyrir því að fyrsta stöðin verði komin í rekstur snemma sumars 2020. Nú þegar eru tvær hraðhleðslustöðvar á vegum framleiðandans, önnur í Reykjavík og hin á Egilsstöðum.
06.05.2020
Réttarhöld hófust fyrir þýska ríkisdómstólnum í Karlsruhe í gær þar sem tekið var fyrir hið fræga mál þegar Volkswagen bílaframleiðandinn var uppvís að því að koma fyrir hugbúnaði í tölvukerfi dísilknúna bílgerða sinna. Búnaðurinn átti að fegra stórlega niðurstöður mengunarmælinga bílanna. Upp komst um málið 2015 og hefur síðan dregið dilk á eftir sér.
05.05.2020
Samdráttur í bílasölu á Bretlandseyjum í apríl nam 97% í apríl og þarf að fara allar götur til ársins 1946 til að finna sambærilegan samdrátt. Kórónavírusinn varð þess valdandi að verksmiðjur og bílaumboð á Bretlandseyjum hafa verið meira og minna lokuð um fimm vikna skeið.
05.05.2020
Húsagötur í borginni verða sópaðar og þvegnar á næstu vikum. Farið er hverfaskipt um borgina og breytilegt milli ára í hvaða hverfi vinnan hefst. Undir lok síðustu viku var unnið á Kjalarnesi og í þessari viku verður sópað og þvegið í Leitum, Vesturbæ, Árbæ, Selási og Ártúnsholti. Íbúar eru hvattir til að færa bíla úr almennum stæðum til að hreinsunin gangi sem best fyrir sig.
05.05.2020
Ráðist hefur verið í ýmsar endurbætur í Hvalfjarðargöngum upp á síðkastið en Vegagerðin tók við rekstri ganganna í október 2018. Á næstunni stendur til að að skipta út stikum fyrir LED kantljós, og setja upp nýtt myndbandsvöktunarkerfi.
05.05.2020
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í apríl var 28 prósentum minni en í apríl í fyrra og hefur aldrei mælst svo mikill samdráttur á svæðinu. Þetta er þó heldur minna en samdrátturinn var á Hringveginum í sama mánuði. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.
04.05.2020
Óskatak ehf. átti lægsta tilboð í tvöföldun Hringvegar (1) Suðurlandsvegar, frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við verktakann. Tilboðið hljóðaði það upp á rétt rúmar 402 milljónir króna og nam 81,9 prósentum af áætluðum verktakakostnaði. Samkvæmt verkáætlun skal verkinu vera að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020.