Fréttir

Lítilsháttar aukning í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku

Umferðin um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, viku 16, var svipuð og umferðin fyrir tveimur vikum. Lítilsháttar aukning er frá síðustu viku en breytileg tímasetning páska á milli ára gerir samanburð erfiðan. Fróðlegt verður að sjá hvort að umferðin næstu tvær vikur haldi áfram að aukast þótt lítið sé og þá einnig hvað gerist eftir 4. maí. Þetta er þess sem m.a. kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Hrun í bílasölu í Evrópu

Hvert sem litið er hefur bílasala í Evrópu dregist gífurlega saman. Bara í mars einum drógst bílasala saman um 85% á Ítalíu og í Frakklandi um 72% og þessi samdráttur er allur rakinn til kórónafaraldursins. Nýskráningar í Frakklandi numu rúmlega 60 þúsund bíla og hafa aðrar eins tölur ekki sést.

Olían heldur áfram að lækka

Olíuverð heldur áfram að lækka en í morgun fór verð á hráolíu á Asíumarkaði í 14,80 dollara tunnan. Ekki svona lágt verð hefur verið á heimsmarkaði í yfir 20 ár. Brent Noðursjávarolía lækkaði á sama tíma um þrjá dollara tunnan og kostar nú 27 dollara.

Fjárskortur afsakar ekki vanrækslu veghaldara

Uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerfisins sem tengist skorti á fjárveitingum frá stjórnvöldum er ástæða slæms ástands vega víða um land. Að undanförnu hafa vegir verið að koma mjög illa undan vetri og mikið um holur og hvörf í vegum. Auknar fjárheimildir til uppbyggingar og viðhalds duga ekki til að mæta vanrækslu liðinna ára.

Hreinsun gatna og stíga

Vinna við hreinsun á götum og stígum er komin á fullan skrið í Reykjavík. Byrjað var nokkru fyrir páska, en veður setti strik í reikninginn því götusópar geta ekki unnið þegar hitastig er við frostmark. Unnið var á skírdag og annan í páskum til að vinna upp daga sem féllu út af því kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg

Þýskar bílaverksmiðjur fara hægt af stað

Þýskir bílaframleiðendur, þar á meðal Volkswagen og Mercedes Benz, munu að hluta til opna verksmiðjur sínar í Þýskalandi í næstu viku. Í byrjun verður aðeins unnið á einni vakt og farið eftir ströngustu fyrirmælum stjórnvalda. Stjórnvöld segir baráttuna við kórónaveiruna halda áfram, ekki megi sofna á verðinum en ákveðið hefði verið að verlanir opni í næstu viku og skólar 4. maí.

Fyrst um sinn engum sektum beitt fyrir nagladekkjanotkun

Samkvæmt laganabókstaf eru nagladekk eru bönnuð frá og með deginum í dag, 15. apríl, nema aðstæður gefi tilefni til annars.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við FÍB í morgun að ökumenn gætu verið rólegir í byrjun og fyrst um sinn yrði engum sektum beitt fyrir nagladekkjanotkun.

Enn dregur úr umferð

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, viku 15 var heldur minni en í vikunni áður og heldur því áfram að dragast saman í samkomubanninu. Mismunandi tímasetning páska spilar líka eflaust inní, en umferðin þar sem hún hefur dregist mest saman, á Hafnarfjarðarveginum, en innan við helmingur þess sem hann var í sömu viku fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Renault hættir sölu fólksbíla í Kína

Þegar bílaverksmiðjur í Kína eru smám saman að hefja starfsemi að nýju hefur franski bílaframleiðandinn Renault ákveðið að hætta sölu fólksbíla í landinu. Þess í stað á að fara af meira krafti í framleiðslu á rafbílum og minni atvinnubílum.

Annar áfangi af breikkun milli Hveragerðis og Selfoss

Vegagerðin og Íslenskir Aðalaverktakar skrifuðu í dag undir verksamning vegna annars áfanga breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verkið er unnið í beinu framhaldi af fyrsta áfanga sem lauk í fyrra og er um að ræða ríflega 7 km kafla.