Fréttir

Semja á við einkaaðila um ákveðnar samgönguframkvæmdir

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, sem heimilar Vegagerðinni að gera samning við einkaaðila um samvinnuverkefni um ákveðnar samgönguframkvæmdir. Tilgangurinn er meðal annars að auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda. Heimilt verður að fjármagna verkefnin með veggjöldum. Áætlað er að verkefnin skapi allt að 4.000 ársverk.

Brimborg innkallar Volvo 338 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 338 Volvobifreiðar af ýmsum gerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rannsóknir hafa leitt í ljós að sjálfvirk helmlun getur við ákveðin skilyrði ekki virkað sem skyldi vegna villu í hugbúnaði.

Óska eftir aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki

Bílgreinasambandið hefur sent stjórnvöldum tillögur að aðgerðum fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki sem stjórnvöld gætu ráðist í vegna áhrifa COVID-19 veirunnar.

Erfiðleikar í bílasölu í Kína halda áfram

Bílasala í Kína minnkaði um 47% á ársgrundvelli fyrstu tvær vikur marsmánaðar. Þetta kemur fram í tölum frá kínversku bílasamtökunum sem birtar voru í Peking í dag.

Bílaverksmiðjur loka tímabundið eða draga úr framleiðslunnii

Í ljósi alvarlegra aðstæðna vegna kór­ónu­veirunn­ar hafa nokkrar bílaverksmiðjur í Evróðu ákveðið að loka verksmiðjum sínum eða draga verulega úr framleiðslu sinni á næstunni.

Tímamót hjá Tesla

Tímamót urðu í framleiðslu Tesla bílaframleiðandans á dögunum er milljónasti bíll fyrirtækisins var framleiddur. Um var að ræða Model Y bíllinn og sagði Elon Musk, framkvæmdastjóri, þetta stóra stund og bjartsýni ríkti enda seldist bíllinn vel út um allan heim.

Áhrifa Covid-19 farið að gæta með minni umferð

Umferðin í byrjun mars hefur dregist mun meira saman en reyndin varð í janúar og febrúar. Líklegt verður að telja að hér gæti áhrifa af ástandinu vegna Covid-19. Hvort sem um er að ræða beinan samdrátt í umferð vegna kórónaveirunnar eða um sé að ræða afleiddan samdrátt vegna minnkandi umsvifa og t.d. fækkunar ferðamanna. Nema hvorttveggja sé ástæðan. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

BL Hyundai innkallar 276 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai um að innkalla þurfi 276 Hyundai I30 og Elantra Neos bifreiðar af árgerðunum 2007 til 2012. Ástæða innköllunarinnar er að stillingar í loftpúðaheila eru ófullnægjandi.

Afnám löggildingar bifreiðasala vonbrigði – afturhvarf til fortíðar

Frumvarp til laga að fella niður skilyrði um leyfisveitingar fyrir sölu notaðra ökutækja, þ.m.t. kröfu um námskeið og próf fyrir bílasala hefur verið samþykkt á Alþingi. Lögin hafa þegar tekið gildi. Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, og Bílgreinasambandið, BGS, lögðust alfarið gegn þessum áformum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og töldu þetta afar misráðið.

Volvo innkallar yfir 700 þúsund bifreiðar vegna bilunar í hemlakerfi

Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur neyðst til að innkalla 700 þúsund bifreiðar um allan heim vegna alvarlegrar bilunar í sjálfvikrku hemlakerfi bifreiðanna. Bílarnir fara inn á viðurkennd verkstæði til að fá nýja hugbúnaðaruppfærslu.