18.03.2020
Bílasala í Kína minnkaði um 47% á ársgrundvelli fyrstu tvær vikur marsmánaðar. Þetta kemur fram í tölum frá kínversku bílasamtökunum sem birtar voru í Peking í dag.
18.03.2020
Í ljósi alvarlegra aðstæðna vegna kórónuveirunnar hafa nokkrar bílaverksmiðjur í Evróðu ákveðið að loka verksmiðjum sínum eða draga verulega úr framleiðslu sinni á næstunni.
16.03.2020
Tímamót urðu í framleiðslu Tesla bílaframleiðandans á dögunum er milljónasti bíll fyrirtækisins var framleiddur. Um var að ræða Model Y bíllinn og sagði Elon Musk, framkvæmdastjóri, þetta stóra stund og bjartsýni ríkti enda seldist bíllinn vel út um allan heim.
16.03.2020
Umferðin í byrjun mars hefur dregist mun meira saman en reyndin varð í janúar og febrúar. Líklegt verður að telja að hér gæti áhrifa af ástandinu vegna Covid-19. Hvort sem um er að ræða beinan samdrátt í umferð vegna kórónaveirunnar eða um sé að ræða afleiddan samdrátt vegna minnkandi umsvifa og t.d. fækkunar ferðamanna. Nema hvorttveggja sé ástæðan. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.
16.03.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai um að innkalla þurfi 276 Hyundai I30 og Elantra Neos bifreiðar af árgerðunum 2007 til 2012. Ástæða innköllunarinnar er að stillingar í loftpúðaheila eru ófullnægjandi.
13.03.2020
Frumvarp til laga að fella niður skilyrði um leyfisveitingar fyrir sölu notaðra ökutækja, þ.m.t. kröfu um námskeið og próf fyrir bílasala hefur verið samþykkt á Alþingi. Lögin hafa þegar tekið gildi. Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, og Bílgreinasambandið, BGS, lögðust alfarið gegn þessum áformum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og töldu þetta afar misráðið.
13.03.2020
Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur neyðst til að innkalla 700 þúsund bifreiðar um allan heim vegna alvarlegrar bilunar í sjálfvikrku hemlakerfi bifreiðanna. Bílarnir fara inn á viðurkennd verkstæði til að fá nýja hugbúnaðaruppfærslu.
11.03.2020
Íslensku olíufélögin fóru af stað í upphafi vikunnar með lækkun á bensíni og dísilolíu eftir gríðarlega lækkun heimsmarkaðsverðs olíu. Viðbrögðin voru eðlileg en síðan hefur ekkert gerst frekar.
10.03.2020
Íbúar á Fornhaga 11 – 17 fögnuðu nýrri hleðslustöð við hús sitt nýverið en hleðslustöðin fékk nafnið Hlaðgerður. Hún getur hlaðið tvo bíla í einu en þar sem búið er að undirbúa jarðveginn er með lítilli fyrirhöfn hægt að bæta við hleðslubúnaði fyrir tvo bíla til viðbótar.
10.03.2020
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar dróst saman um tæpt prósent og hefur ekki dregist meira saman síðan á árinu 2011 í þessum mánuði. Sama er að segja um umferðina frá áramótum sem hefur nú dregist saman um 1,2%. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.