Fréttir

Bílaframleiðendur vinna saman gegn Covid-19

Bílaframleiðendur búa yfir mikilli þekkingu og hugviti sem nær alla leið til framleiðslu á öndunarvélum. Um þessar mundir er víða skortur á öndunarvélum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. . Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur hafið framleiðslu á öndunarvélum eftir að óskir um það bárust frá stjórnvöldum þar í landi.

Meira en 50% samdráttur umferðar um Mýrdalssand

Umferðin á Hringveginum í mars dróst gríðarlega mikið saman frá sama mánuði í fyrra eða um 24,4 prósent. Mestur varð samdrátturinn á Mýrdalssandi en þar dróst hún saman um heil 52,3 prósent. Þar hafði straumur ferðamanna verið hvað mestur og aukingin árin á undan líka gríðarmikil. Þetta eru augljós áhrif Covid-19 og hruns í ferðamennskunni.

Verkefnið ,,Allir vinna" útvíkkað

Á dögunum voru samþykkt lög á Alþingi um aðgerðir stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Bílgreinasambandið og Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að útvíkka verkefnið "Allir vinna". Nú býðst eigendum fólksbíla, utan rekstrar, 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti þess sem þeir hafa greitt af vinnu vegna bílaviðgerðar, bílamálningar og/eða bílaréttingar fólksbifreiða.

1.860 milljónum kr. varið í vegaframkvæmdir og viðhald á árinu

Alþingi samþykkti nú í vikunni þingsályktunartillögu um tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að sporna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru.

Viðlíka samdráttartölur í umferðinni aldrei sést áður

Umferðin í mars á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent og aldrei hafa viðlíka samdráttartölur sést. Eftir efnahagshrunið 2008 dróst umferðin mest saman um 3,5 prósent á milli mánaða í mars og mesti mældi samdráttur milli mánaða hingað til nemur 9,1 prósenti í apríl 2009. 35 þúsund færri ökutæki fóru um þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tesla mest selda bílategundin á Íslandi

Eftir því sem fram kemur á vef Samgöngustofu er Tesla sú bílategund sem hefur selst mest á fyrstu þremur mánuðum þess árs. Alls hafa 415 bifreiðar selst af þessari tegund en fyrstu bílarnir komu hingað til lands í lok febrúar. Tesla er 16% nýskráninga það sem af er á árinu. Stærsti hluti Tesla bifreiða eru af gerðinni Model 3.

Toyota innkallar 53 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 53 Toyota bifreiðar af ýmsum tegundum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bensíndæla getur verið gölluð.

Atlantsolía lækkar eldsneyti

Atlantsolía fór fyrir verðlækkun á eldsneyti í gær þegar félagið lækkaði verð á bæði bensíni og dísilolíu um 5 krónur á lítra. Eftir verðbreytinguna algengasta verð á bensínlítra hjá Atlantsolíu 216,90 krónur og 211,90 krónur fyrir dísilolíulítra. Ódýrast er að versla hjá Atlantsolíu við Kaplakrika og Sprengisand en þar fór bensínlítrinn í 188,80 krónur og dísillítrinn í 188,40 krónur.

End­ur­greiðsla á virðis­auka­skatti nái einning til bílaviðgerða

Ef breyt­ing­ar­til­lög­ur efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is við stjórn­ar­f­um­varp um aðgerðapakka til að mæta efna­hags­leg­um áhrif­um í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru nær fram að ganga mun endurgreiðsla á virðis­auka­skatti ekki aðeins ná til fram­kvæmda við íbúðir og sum­ar­hús held­ur einnig til bílaviðgerða. Í umfjöllun í Morgunblaðinu um málið er haft eftir Óla Birni Kárasyni, formanni nefndarinnar, að þetta sé skref í rétta átt

Samdráttur í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu um 21%

Umferðin þar sem af er mars, í lok viku 13, hefur umferðin í mánuðinum á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um 21 prósent. Það jafngildir 0,7 prósenta samdrætti dag hvern. Samdrátturinn heldur því áfram að aukast eftir því sem samkomubann er hert og það lengist í því. Samdrátturinn í samfélaginu í heild endurspeglast í umferðinni.