Fréttir

Hlutdeild einstaklinga í nýskráningum hefur vaxið

Í marsmánuði voru alls 1.165 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi, rúmum 5,3% færri en í sama mánuði 2019. Hafa nú alls 2.784 bílar verið nýskráðir frá áramótum, 317 færri en á sama tímabili í fyrra og nemur samdrátturinn 10,2 prósentum.

Sami samdráttur í umferðinni tvær vikur í röð

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gæti verið búin að ná einhverskonar jafnvægi í kjölfar afleiðinga kórónuveiru faraldurins með tilheyrandi fækkun ferðamanna og samdrætti almennt í efnahagslífinu. Umferðin hefur dregist gríðarlega saman en samdrátturinn í viku 14 er eigi að síður nú sá sami eða nánast sá sami og vikunni á undan, viku 13.

Framleiðendur sjá fram á lokanir í Bandaríkjunum

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er að gera sér vonir um að geta opnað verksmiðju sína í Navarra á Spáni 20. apríl. Verksmiðja fyrirtækisins hefur verið lokuð frá því um miðjan mars vegna kórónuveirunnar.

Malbikað í borginni fyrir milljað í sumar

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við malbikun í sumar. Um er að ræða bæði malbikun yfirlaga sem og endurnýjun með fræsingu og malbikun.Þannig er áætlað að malbika um 20,2 kílómetra m af götum. Áætlaður kostnaður er 784 mkr.

Fella niður gjalddaga í maí

Sjóvá hef­ur ákveðið að lækka iðgjöld af bif­reiðatrygg­ing­um ein­stak­linga með því að fella niður gjald­daga þeirra í maí. Ástæða niður­fell­ing­ar­inn­ar er að veru­lega hef­ur dregið úr um­ferð bif­reiða eft­ir að sam­komu­bann vegna COVID-19 tók gildi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Erfiðir tímar fram undan hjá bílaframleiðendum

Í tölum sem birtar voru í Þýskalandi í dag kemur fram að útflutningur á bílum hefur ekki verið lægri síðan í alþjóða kreppunni 2009. Vegna Covid-19 hafa horfurnar í þýska bílageiranum versnað til muna. Væntingar fyrirtækja í bílaframleiðslu hafa lækkað verulega á milli febrúar og mars.

Olíufélögin hafa hækkað álgningu sína verulega undanfarið

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að Olíu­fé­lög­in hafa hækkað álagn­ingu sína veru­lega að und­an­förnu, enda hef­ur eldsneytis­verð ekki fylgt heims­markaði og geng­isþróun að öllu leyti. Fram kom í viðtali við Runólf í Morgunblaðinu að meðalálagn­ing olíu­fé­lag­anna á hvern seld­an bens­ín­lítra í fe­brú­ar var ríf­lega 46 kr. en um 60 kr. í mars.

Bílaframleiðendur vinna saman gegn Covid-19

Bílaframleiðendur búa yfir mikilli þekkingu og hugviti sem nær alla leið til framleiðslu á öndunarvélum. Um þessar mundir er víða skortur á öndunarvélum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. . Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur hafið framleiðslu á öndunarvélum eftir að óskir um það bárust frá stjórnvöldum þar í landi.

Meira en 50% samdráttur umferðar um Mýrdalssand

Umferðin á Hringveginum í mars dróst gríðarlega mikið saman frá sama mánuði í fyrra eða um 24,4 prósent. Mestur varð samdrátturinn á Mýrdalssandi en þar dróst hún saman um heil 52,3 prósent. Þar hafði straumur ferðamanna verið hvað mestur og aukingin árin á undan líka gríðarmikil. Þetta eru augljós áhrif Covid-19 og hruns í ferðamennskunni.

Verkefnið ,,Allir vinna" útvíkkað

Á dögunum voru samþykkt lög á Alþingi um aðgerðir stjórnvalda til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Bílgreinasambandið og Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að útvíkka verkefnið "Allir vinna". Nú býðst eigendum fólksbíla, utan rekstrar, 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti þess sem þeir hafa greitt af vinnu vegna bílaviðgerðar, bílamálningar og/eða bílaréttingar fólksbifreiða.