Fréttir

Samdrátturinn í umferð á Hringveginum slær öll met

Samdrátturinn í umferð á Hringvegi í apríl slær öll met. Umferðin í mánuðinum drógst saman um nærri 35 prósent sem í sögulegu samhengi er gríðarlega mikill samdráttur. Nú hefur umferðin dregist saman um nærri 18 prósent á Hringveginum frá áramótum sem er líka met. Mest hefur umferðin dregist saman á Mýrdalssandi eða um tæp 80 prósent og verður að leiða lýkur að því að þar muni mestu um ferðamennina af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Nýskráningar fyrstu fjóra mánuði ársins 3.268

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fjóra mánuði ársins voru alls 3.268 og er um 27% samdrátt að ræða miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þess má geta að nýkráningar í apríl mánuði einum nam alls 372 bifreiðum.

Álagningin enn í hærra lagi miðað við sögulegt meðaltal

Álagning olíufélaganna er enn í hærra lagi miðað við sögulegt meðaltal. Í apríl í heild sé álagningin um tíu krónum yfir sögulegri meðalálagningu félaganna. Lækkun olíuverðs skila sér hægt til neytenda og það getur verið ákveðin freisting í því að halda hærra lítraverði á móti minnkandi umsvifum. Þetta er þess sem meðal kemur fram í viðtali við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeiegenda, FÍB, í Viðskiptablaðinu og bætir við að það getur verið ákveðin freisting í því að halda hærra lítraverði á móti minnkandi umsvifum.

Stór breið hola myndaðist við brúna yfir Norðurá

Ekkert tjón varð þegar tveggja metra djúp og 1,5 metra breið hola myndaðist við brúna yfir Norðurá í vikunni. Snör viðbrögð vegfarenda, Vegagerðarstarfsmanna og verktaka skiptu þar miklu. Vegfarandi kom að holunni og tilkynnti um hana klukkan 15. Búið var að laga veginn sex tímum síðar.

Hyundai Kona EV fékk viðurkenningu frá TopGear

TopGear, bílaþáttur bresku sjónvarpsstöðvarinnar BBC, veitti á dögunum rafbílnum Hyundai Kona EV viðurkenningu fyrir besta minni fjölskyldubílinn. Í einkunnagjöfinni var stuðst við reynslu þáttastjórnenda TopGear af 1.600 km ferðalagi á bílnum um fjölmörg Evrópulönd.

Starfshópur geri tillögu að framtíðarlegu Sundabrautar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur falið Vegagerðinni að leiða vinnu starfshóps til að endurmeta og skoða tvo fýsilega kosti um legu Sundabrautar og gera tillögu að framtíðarlausn sem fest yrði í skipulagi. Í hópnum munu sitja fulltrúar Reykjavíkurborgar, SSH og Faxaflóahafnar auk Vegagerðarinnar. Starfshópurinn á að skila niðurstöðum sínum fyrir 31. ágúst 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Olía losuð í Hvalfirði á tímum lágs olíuverðs

Eftirtektasamur félagsmaður á ferð um Hvalfjörðinn laust eftir miðnætti í fyrrakvöld tók eftir því að birgðarskip var að leggjast að olíubryggjunni í firðinum. Það vakti athygli félagsmannsins að sjá skipið leggjast að á þessum tímum þegar heimsmarkaðsverð á olíumörkuðum er í sögulegu lágmarki. Það vekur óneitanlega athygli að birgðarskip komi inn í Hvalfjörðinn og losi olíu sem almennt eru ekki birgðargeymslur olíufélaganna.

Framkvæmdir við Reykjanesbraut í fullum gangi

Vinna við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi hefur gengið vel undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir COVID-19. Fyrsta malbikun sumarsins hófst 28. apríl.

Kia framlengir ábyrgðartíma

Kia hefur framlengt ábyrgðartíma allra ökutækja með upphaflegri 7 ára ábyrgð frá Kia sem hefði runnið út milli 1. febrúar til og með 31. maí 2020. Þetta er gert vegna ástands sem skapast hefur vegna COVID 19.

Álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja frestað að nýju

Álagningu vanrækslugjalds 1. apríl og 1. maí vegna skoðunar ökutækja verður frestað til 1. júní vegna COVID-19 faraldursins. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest ákvörðunina með reglugerð sem birt verður í Stjórnartíðindum í dag.