25.02.2020
Þann 1. mars næstkomandi verða tvær hraðamyndavélar á Hringvegi við bæinn Tún í Flóa austan Selfoss teknar í notkun.
25.02.2020
Lögreglan á Norðurlandi eystra minnir ökumenn á að hreinsa snjó vel af öllum rúðum bifreiða sinna áður en ekið er af stað.
24.02.2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að Ísland sé sannanlega ofarlega á heimsvísu í umferðaröryggi. Umferðaröryggi er mikilvægasta verkefni okkar í samgöngum og við þurfum samstillt átak hér á landi til að tileinka okkur hugarfar um núllsýn í umferðaröryggi og útrýma banaslysum og alvarlegum slysum alfarið.
21.02.2020
Á heimsþinginu um umferðaröryggi, sem lauk í Stokkhólmi í gær, var lögð á það gífurleg áhersla að bæta umferðaröryggi og alla innviði þeirra um heim allan á næstu árum. Ljóst er að mun meira fjármagni verður veitt í þá þætti sem snúa almennt að umferðaröryggi en áður hefur verið gert.
21.02.2020
Ný umferðarljós á gatnamótum Bústaðavegar og Efstaleiti voru gangsett í dag, fimmtudaginn 20. febrúar.
19.02.2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ávarpaði síðdegis í gær ráðstefnu YOURS, samtaka ungmenna sem berjast fyrir umferðaröryggi, sem haldin er í Stokkhólmi. Ráðherra tók einnig þátt í vinnustofu þar sem ungmenni og fólk í áhrifastöðum ræddu um leiðir til að efla umferðaröryggi. Vinnustofan sem Sigurður Ingi tók þátt er undanfari og hluti 3. heimsþings um umferðaröryggi sem haldið er í Stokkhólmi næstu daga.
18.02.2020
Sænsk stjórnvöld voru í gær sæmd hinum eftirsóttu alþjóðlegu iRAP nýsköpunarverðlaunum. Alþjóðlegu vegaöryggissamtökin iRAP eru móðursamtök EuroRAP sem hefur allt frá árinu 2005 tekið út öryggi íslenskra vega.
18.02.2020
Engin áform eru af hálfu Vegagerðarinnar um að leggja til hækkun hámarkshraða umfram 90 km/klst. næstu árin, en Andrés Ingi Jónsson, þingmaður, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgönguráðherra, á Alþingi hvar það hefði komið til álita að hækka hraðann. Í nýjum umferðarlögum segir að heimilt sé að hækka hraðann umfram 90 km/klst. með uppsetningu skilta.
18.02.2020
Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Volkswagen hafa boðist að greiða þýskum bíleigendum um 830 milljónir evra sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu. Um það bil 450 þúsund eigendur Volkswagen dísilbíla höfðuð mál á hendur Volkswagen bílasmiðjunum.
18.02.2020
Nýr Mercedes-Benz eCitaro strætisvagn sem gengur eingöngu fyrir rafmagni hefur verið hér á landi í prófunum og reynsluakstri. Bíllinn vakti athygli hér á götum en hann var m.a. hjá Strætó, Hópbílum, Kynnisferðum og Isavia til reynslu í rekstri þessara fyrirtækja.