Fréttir

50 milljóna króna kostnaður á einum degi

Stærsti vetrarþjónustudagur Vegagerðarinnar það sem af er vetri var föstudaginn 28. febrúar. Þann dag var snjóruðnings- og hálkuvarnarbílum ekið um það bil 28 þúsund kílómetra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Innkallanir frá BL og Tesla Motors

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf og Tesla Motors Iceland um innkallanir.

Þrátt fyrir mikla lækkun telur FÍB eldsneytisverð 8 krónum of dýrt

Þessa dagana eru neytendur að sjá mestu lækkun olíu á heimsmarkaði í rúmlega fjögur ár. Aðal ástæða lækkunarinnar er útbreiðsla kórónaveirunnar, COVID 19, en vegna hennar hefur verð á olíu lækkað hratt á stuttum tíma.

Samningar í höfn í útblásturs hneykslinu í Þýskalandi

Samningar eru loksins í höfn á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen, þýsku neytendasamtakanna og ADAC systursamtaka FÍB í þýskalandi í hinu svokallaða dísilsvindli sem upp komst á sínum tíma. Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Volkswagen hafa boðist að greiða þýskum bíleigendum um 830 milljónir evra, um 130 milljarða, sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu.

Peugeot 208 bíll ársins í Evrópu 2020

Kunngert hefur verið að Peugeot 208 er bíll ársins í Evrópu 2020. Það voru 58 evrópskir blaðamenn sem tóku þátt í kjörinu og fyrirfram var búist við að Peugeot 208 myndi etja harða keppni við Tesla Model 3 og Porsche Taycan um útnefninguna. Það fór á annan veg því sigur Peugeot var mun stærri og öruggari en búist hafði verið við.

Rúmlega helmingur seldra bíla eru vistvænir

Í febrúar sem leið seldust alls 694 fólksbílar hér á landi og var rúmlega helmingur þeirra vistvænir bílar af því fram kemur í tölum frá Bílagreinasambandinu. Heildarsalan er13,4% und­ir söl­unni í fe­brú­ar fyr­ir ári síðan. Sam­tals hafa selst 1.402 fólks­bíl­ar frá ára­mót­um en á sama tíma­bili í fyrra voru þeir 1.647 tals­ins og því er upp­safnaður sam­drátt­ur frá ára­mót­um 14,9%.

Bílasýningin í Genf flautuð af vegna kórónaveirunnar

Svissnesk stjórnvöld tóku þá ákvörðum um helgina að flauta af stærstu bílasýning heims í Genf vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Forsvarsmenn sýningarinnar sögðu þetta óhjákvæmlega ákvörðum eins og ástandið væri orðið.

Stórar innkallanir hjá Öskju og BL

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðunum Öskju og BL um innkallanir á bifreiðum. Fram kemur að Askja þurfi að innkalla 427 Honda Civic, 5D, Civic Tourer, CR-V Diesel, CR-V DTEC, HR-V bifreiðar af árgerð 2015 - 2016 - 2017 - 2018.

Nýjar göngubrýr á Reykjanesbraut

Tvær nýjar göngubrýr hafa verið settar á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Þvera þær brautina í einu hafi. Önnur brúin er á milli Hvamma og Áslands, til móts við Álftaás. Hin kemur í stað undirganga við Þorlákstún, á milli íþróttasvæðis Hauka og Hvaleyrarskóla.

Lítil skófla getur gert kraftaverk

Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var á línunni í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær og ræddi um færðina í borginni þessa dagana. Ökumenn sumir er að lenda í vandræðum og þá ekki síst í efri byggðum.