03.03.2020
Samningar eru loksins í höfn á milli þýska bílaframleiðandans Volkswagen, þýsku neytendasamtakanna og ADAC systursamtaka FÍB í þýskalandi í hinu svokallaða dísilsvindli sem upp komst á sínum tíma. Forsvarsmenn þýska bílaframleiðandans Volkswagen hafa boðist að greiða þýskum bíleigendum um 830 milljónir evra, um 130 milljarða, sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu.
03.03.2020
Kunngert hefur verið að Peugeot 208 er bíll ársins í Evrópu 2020. Það voru 58 evrópskir blaðamenn sem tóku þátt í kjörinu og fyrirfram var búist við að Peugeot 208 myndi etja harða keppni við Tesla Model 3 og Porsche Taycan um útnefninguna. Það fór á annan veg því sigur Peugeot var mun stærri og öruggari en búist hafði verið við.
02.03.2020
Í febrúar sem leið seldust alls 694 fólksbílar hér á landi og var rúmlega helmingur þeirra vistvænir bílar af því fram kemur í tölum frá Bílagreinasambandinu. Heildarsalan er13,4% undir sölunni í febrúar fyrir ári síðan. Samtals hafa selst 1.402 fólksbílar frá áramótum en á sama tímabili í fyrra voru þeir 1.647 talsins og því er uppsafnaður samdráttur frá áramótum 14,9%.
02.03.2020
Svissnesk stjórnvöld tóku þá ákvörðum um helgina að flauta af stærstu bílasýning heims í Genf vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Forsvarsmenn sýningarinnar sögðu þetta óhjákvæmlega ákvörðum eins og ástandið væri orðið.
02.03.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðunum Öskju og BL um innkallanir á bifreiðum. Fram kemur að Askja þurfi að innkalla 427 Honda Civic, 5D, Civic Tourer, CR-V Diesel, CR-V DTEC, HR-V bifreiðar af árgerð 2015 - 2016 - 2017 - 2018.
02.03.2020
Tvær nýjar göngubrýr hafa verið settar á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Þvera þær brautina í einu hafi. Önnur brúin er á milli Hvamma og Áslands, til móts við Álftaás. Hin kemur í stað undirganga við Þorlákstún, á milli íþróttasvæðis Hauka og Hvaleyrarskóla.
28.02.2020
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var á línunni í síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær og ræddi um færðina í borginni þessa dagana. Ökumenn sumir er að lenda í vandræðum og þá ekki síst í efri byggðum.
28.02.2020
Hvað þarf til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti á Íslandi í græna orku, bæði til að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum og fyrir fullt og allt?
26.02.2020
Bílasala í Kína drógst saman um 18,7% í janúar ef bornar eru saman tölur við sama mánuð á síðasta ári. Þetta er 19. mánuðurinn í röð sem samdráttur er í bílasölu í Kína. Ástæður fyrir þessu eru eflaust margar en sérfræðingar benda þá einna helst á Covid19 veiruna og eins fór að hægjast á öllum hagvexti í landinu á síðasta ári.
26.02.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 26 Mercedes-Benz bifreiðar af gerðunum C-Class, E-Class, GLC, CLS, AMG GT og G-Class.