11.03.2020
Íslensku olíufélögin fóru af stað í upphafi vikunnar með lækkun á bensíni og dísilolíu eftir gríðarlega lækkun heimsmarkaðsverðs olíu. Viðbrögðin voru eðlileg en síðan hefur ekkert gerst frekar.
10.03.2020
Íbúar á Fornhaga 11 – 17 fögnuðu nýrri hleðslustöð við hús sitt nýverið en hleðslustöðin fékk nafnið Hlaðgerður. Hún getur hlaðið tvo bíla í einu en þar sem búið er að undirbúa jarðveginn er með lítilli fyrirhöfn hægt að bæta við hleðslubúnaði fyrir tvo bíla til viðbótar.
10.03.2020
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar dróst saman um tæpt prósent og hefur ekki dregist meira saman síðan á árinu 2011 í þessum mánuði. Sama er að segja um umferðina frá áramótum sem hefur nú dregist saman um 1,2%. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.
10.03.2020
Samkvæmt áætlunum Hyundai Motor Group vinnur fyrirtækið samkvæmt sérstakri áætlun um stórfjölgun rafdrifinna bíla í framleiðslu fyrirtækisins og verða bílgerðirnar að minnsta kosti 44 innan fárra ára. Fyrirtækið ráðgerir að verja um 50 milljörðum evra á næstu fimm árum í fjárfestingar þannig að 2025 selji fyrirtækið a.m.k. 670 þúsund rafknúna, rafvædda og vetnisknúna rafbíla á ári.
09.03.2020
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiegenda, FÍB, segir að íslensk olíufélög hafi gripið til lækkana í gær og í dag eftir mikla lækkun á heimsmarkaði undanfarna daga.
09.03.2020
Óróleiki á markaði olíuvara skilaði sér í verðlækkunum á eldsneytisverði hér heima í gær og nú í morgun. Undir kvöldmat í gær lækkuðu flest íslensku olíufélögin listaverðið á bensíni og dísilolíu. N1 lækkaði bensínið mest eða um 3 krónur á lítra í gær og aftur um 2 krónur í morgun.
09.03.2020
Í ljósi þess að hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna COVID-19 hefur verið ákveðið að grípa til þeirrar varúðarráðstöfunar að fresta ársfundi Samorku, sem átti að fara fram þriðjudaginn 10. mars í Hörpu. Aðildarfyrirtæki Samorku eru öll flokkuð sem samfélagslega mikilvægir innviðir sem öll önnur fyrirtæki og heimili í landinu nýta.
09.03.2020
Umferðin á Hringveginu jókst lítillega eða um 0,4 prósent í febrúar. Aukningin var einungis við höfuðborgarsvæðið en samdráttur varð allsstaðar annarsstaðar. Frá áramótum er samdráttur í umferðinni sem nemur um þremur prósentum og hefur ekki verið meiri síðan árið 2012. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.
06.03.2020
COVID-19 veiran hefur haft áhrif á heimsmarkaðsverð olíu. Minni olíueftirspurn í Kína hefur vegið þyngst. Verð á bensíni og dísilolíu hafa lækkað verulega frá áramótum.
06.03.2020
Velgengni rúmenska bílaframleiðans Dacia hefur verið umtalsverð á síðustu árum. Bílar fyrirtækisins hafa staðið vel fyrir sínu og eins hafa þeir þótt einkar hagstæðir til kaups. Alls hafa um 6,5 milljónir bíla verið seldir til þessa í heiminum.