Fréttir

Búið að hægja á umferðinni og afkastageta verulega minnkuð

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur með fulltrúum fyrirtækja á Vestfjörðum stofnað samtök sem kallast Innviðafélag Vestfjarða. Guðmundur er jafnframt talsmaður félagsins. Á vefsíðu félagsins kemur fram að síðustu árum hafi nýsköpun, frumkvöðlastarf og nýjar atvinnugreinar stuðlað að miklum vexti á Vestfjörðum. Sterkir innviðir eru forsenda áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu með tilheyrandi aukningu lífsgæða og framlagi til þjóðarbúsins. Að baki félaginu standa kraftmikil fyrirtæki á Vestfjörðum sem öll vilja tryggja vöxt og velsæld samfélagsins.

Jeep Avenger fékk aðeins þrjár stjörnur í öryggisprófunum Euro NCAP

Á dögunum birti evrópska árekstrarprófunarstofnunin, Euro NCAP, niðurstöður úr öryggisprófunum á nokkrum bílategundum, þar á meðal Audi Q6 e-tron, Ford Explorer, Jeep Avenger, Renault Symbioz, Subaru Crosstrek og XPENG G6. Flestar bifreiðarnar komust ágætlega frá pófununum.

Tafir á framleiðslu ökuskírteina

Tafir verða á því á næstu mánuðum að fá nýtt ökuskírteini úr plasti afhent. Af þeim sökum hvetur sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fólk til þess að nota stafrænt ökuskírteini frekar. Framleiðsla á ökuskírteinum hefur um all nokkra hríð verið í Ungverjalandi en nú sé hins vegar verið að færa framleiðsluna hingað til lands. Ennfremur eigi eftir að semja að semja við birgja um kaup á plasti sem uppfyllir öll skilyrði til notkunar í ökuskírteini.

Vandaðri útfærslu þarf í inn­leiðingu kíló­metra­gjalds fyr­ir bens­ín- og dísil­bíla

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að með inn­leiðingu kíló­metra­gjalds fyr­ir bens­ín- og dísil­bíla á næsta ári munu bæt­ast við sam­tals 233.000 öku­tæki sem greiða þarf gjaldið af. Þar seg­ir að þetta sé síðara skref við inn­leiðingu nýs, ein­fald­ara og sann­gjarn­ara gjald­töku­kerf­is af öku­tækj­um og eldsneyti.

Umferðaþing Samgöngustofu

Skráning á umferðarþing Samgöngustofu er nú í fullum gangi. Þingið verður haldið föstudaginn 20. september kl. 9:00-15:30 í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a í Reykjavík.

Tímabundin stöðvun á framleiðslu ökuritakorta

Framleiðsla ökuritakorta fer fram erlendis og mun flytjast á milli landa hinn 19. september. Af þeim sökum mun ekki verða hægt að framleiða kort í 4-6 vikur.

Kílómetragjald lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun kemur fram að ein stærsta skatt­kerf­is­breyt­ing árs­ins felst í kerf­is­breyt­ingu á gjald­töku af öku­tækj­um og eldsneyti. Í byrj­un árs­ins verður kíló­metra­gjald einnig lagt á bif­reiðar sem ganga fyr­ir jarðefna­eldsneyti. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu fjár­málaráðuneyt­is­ins.

Vegatollar geta valdið verulegri röskun á höfuðborgarsvæðinu

Fyrirhuguðum vegatollum er ætlað að þvinga bíleigendur til að draga úr ferðum á annatímum milli staða á höfuðborgarsvæðinu. Ferðavenjur eiga að breytast, fólki er ætlað að fresta eða sleppa því að fara ákveðnar leiðir á tilteknum tímum.

Tesla opnar nýjan hleðslugarð í Keflavík

Nýr Supercharger hraðhleðslugarður með 20 stöðvum hefur opnað við Flugvelli 25 í Keflavík, stærsti hleðslugarður Tesla til þessa. Opnunin eru hluti af rammaáætlun sem hefur verið gerð með N1 um opnun Tesla Supercharger hraðhleðslustöðva um land allt.

Dregur úr aukn­ingu umferðar á Hring­veg

Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 0,7 prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári. Þetta er mun minni aukning en verið hefur alla jafna síðustu misseri. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem umferð eykst takmarkað eða dregur úr henni að því er fram í tölum frá Vegagerðinni.