16.09.2024
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur með fulltrúum fyrirtækja á Vestfjörðum stofnað samtök sem kallast Innviðafélag Vestfjarða. Guðmundur er jafnframt talsmaður félagsins. Á vefsíðu félagsins kemur fram að síðustu árum hafi nýsköpun, frumkvöðlastarf og nýjar atvinnugreinar stuðlað að miklum vexti á Vestfjörðum. Sterkir innviðir eru forsenda áframhaldandi uppbyggingar á svæðinu með tilheyrandi aukningu lífsgæða og framlagi til þjóðarbúsins. Að baki félaginu standa kraftmikil fyrirtæki á Vestfjörðum sem öll vilja tryggja vöxt og velsæld samfélagsins.
16.09.2024
Á dögunum birti evrópska árekstrarprófunarstofnunin, Euro NCAP, niðurstöður úr öryggisprófunum á nokkrum bílategundum, þar á meðal Audi Q6 e-tron, Ford Explorer, Jeep Avenger, Renault Symbioz, Subaru Crosstrek og XPENG G6. Flestar bifreiðarnar komust ágætlega frá pófununum.
16.09.2024
Tafir verða á því á næstu mánuðum að fá nýtt ökuskírteini úr plasti afhent. Af þeim sökum hvetur sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu fólk til þess að nota stafrænt ökuskírteini frekar. Framleiðsla á ökuskírteinum hefur um all nokkra hríð verið í Ungverjalandi en nú sé hins vegar verið að færa framleiðsluna hingað til lands. Ennfremur eigi eftir að semja að semja við birgja um kaup á plasti sem uppfyllir öll skilyrði til notkunar í ökuskírteini.
16.09.2024
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að með innleiðingu kílómetragjalds fyrir bensín- og dísilbíla á næsta ári munu bætast við samtals 233.000 ökutæki sem greiða þarf gjaldið af. Þar segir að þetta sé síðara skref við innleiðingu nýs, einfaldara og sanngjarnara gjaldtökukerfis af ökutækjum og eldsneyti.
13.09.2024
Skráning á umferðarþing Samgöngustofu er nú í fullum gangi. Þingið verður haldið föstudaginn 20. september kl. 9:00-15:30 í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a í Reykjavík.
12.09.2024
Framleiðsla ökuritakorta fer fram erlendis og mun flytjast á milli landa hinn 19. september. Af þeim sökum mun ekki verða hægt að framleiða kort í 4-6 vikur.
10.09.2024
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, kynnti í morgun kemur fram að ein stærsta skattkerfisbreyting ársins felst í kerfisbreytingu á gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. Í byrjun ársins verður kílómetragjald einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þetta kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.
09.09.2024
Fyrirhuguðum vegatollum er ætlað að þvinga bíleigendur til að draga úr ferðum á annatímum milli staða á höfuðborgarsvæðinu. Ferðavenjur eiga að breytast, fólki er ætlað að fresta eða sleppa því að fara ákveðnar leiðir á tilteknum tímum.
09.09.2024
Nýr Supercharger hraðhleðslugarður með 20 stöðvum hefur opnað við Flugvelli 25 í Keflavík, stærsti hleðslugarður Tesla til þessa. Opnunin eru hluti af rammaáætlun sem hefur verið gerð með N1 um opnun Tesla Supercharger hraðhleðslustöðva um land allt.
05.09.2024
Umferðin á Hringveginum í ágúst reyndist 0,7 prósentum meiri en í sama mánuði fyrir ári. Þetta er mun minni aukning en verið hefur alla jafna síðustu misseri. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem umferð eykst takmarkað eða dregur úr henni að því er fram í tölum frá Vegagerðinni.