31.01.2020
Allt bendir til að hin heimsfræga bílasýning í Frankfurt hefur sungið sitt síðsta. Aðsóknin á þessa bílasýning hefur hríðfallið undanfarin ár en á síðastu sýningu keyrði um þverbak. Þá fækkaði gestum um 30%, en aðeins rúmlega fimm hundruð þúsund gestir lögði leið sína á sýninguna. Það er ástæða þess að ákveðið hefur verið að blása til sóknar og reyna þess í stað við nýja borg fyrir 2021 sýninguna.
30.01.2020
,,Umræðan um þessi mál fer alltaf af stað á þessum árstíma. Við erum fá hringingar og ábendingar frá félagsmönnum og öðrum sem lent hafa í tjónum þegar þeir lenda harkalega í holum. Við erum í reglulegu sambandi við Vegagerðina og aðra veghaldara varðandi þessi mál en því miður er það venjan að fyrsti maður ber tjónið," sagði Björn Kristjánsson hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, í spjalli um holur í útvarpsþætti á Bygjunni.
30.01.2020
Í vor verður hægt að fá ökuskírteini í síma. Fjölmargir nota nú símann sem greiðslukort, flugmiða og fleira. Stafræn ökuskírteini verða til hagsbóta fyrir fólk enda síminn oftast með í för og líkur á að þessu fylgi töluverð þægindi fyrir einstaklinga.
29.01.2020
Eftir viðræður fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og álvers Rio Tinto í Starumsvík í gær var ákveðið, að tvöföld Reykjanesbraut frá gatnamótum að Krýsuvík að Hvassahrauni verði í núverandi vegstæði, í stað þess að færa hana eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi bæjarins.
28.01.2020
Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP, sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu, sagði frá því í vikunni að árið 2019 hefði verið það umfangsmesta frá stofnun samtakanna. 55 bílar gengust undir prófanir hvað öryggið þeirra snertir frá 26 bílaframleiðendum.
28.01.2020
Vegagerðin mun auka eftirlit með ástandi vega í nágrenni fjallsins Þorbjörns vegna óvissustigs almannavarna vegna mögulegrar kvikusöfnunar vestan við fjallið á Reykjanesskaganum. Fylgst verður betur með og gripið til snjómoksturs ef þess þarf.
27.01.2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar leggur mikla áherslu á að uppbygging Sundabrautar verði að veruleika sem allra fyrst. Þetta kom fram í bókun á fundi ráðsins í sl. fimmtudag þar sem fjallað var um skýrslu verkefnishóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni Sundabrautar.
27.01.2020
Það er ekki aðeins nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir heldur er rétti tíminn til þess núna. Íslenskt hagkerfi hefur kólnað eftir mikinn vöxt undanfarinna ára. Launþegum í mannvirkjagerð hefur fækkað í fyrsta sinn í mörg ár. Þetta kom fram í máli Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, á útboðþingi samtakanna.
24.01.2020
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur vetrarþjónusta í Víkurskarði verið lækkuð úr þjónustuflokki 2 niður í 3 sem hefur í för með sér mun minni þjónustu en áður. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir harðlega þessari þjónustuskerðingu Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps sem samþykkt var á fundi hennar miðvikudaginn 22. janúar.
24.01.2020
Á ráðstefnu Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands í vikunni voru haldin fjölmörg fróðleg erindi um framtíð samgangna, loftslagsbreytingar, orkuskipti, samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og sambúð bíla og gangandi svo nokkuð sé nefnt.