12.02.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum ehf um að innkalla þurfi 275 Suzuki Grand Vitara af árgerð 1998 til 1999.
11.02.2020
112-dagurinn verður haldinn um allt land í dag, þriðjudaginn 11. febrúar og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi fólks í umferðinni.
07.02.2020
Töluverð sveifla hefur verið á olíuverði á heimsmarkaði frá síðustu áramótum. Heimsmarkaðsverð á bensíni var nú í byrjun febrúar komið niður um ríflega 11% miðað við áramótaverðið. Að teknu tilliti til veikingar krónunnar gagnvart Bandaríkjadal þá er lækkunin um 10%.
07.02.2020
Umferðin á Hringveginum í janúarmánuði dróst mjög mikið saman eða um tæp átta prósent og leita þarf átta ár aftur í tímann til að finna viðlíka samdrátt. Samdráttur er í umferðinni á öllum landssvæðum. Slæmt veðurfar í mánuðinum skýrir líklega stóran hluta samdráttarins. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.
06.02.2020
Ford Fiesta var söluhæsti bíllinn á Bretlandseyjum 2019. Alls seldust 77.833 bílar af þessari tegund.
06.02.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 16 BMW X6 bifreiðar af árgerð 2014-2016.
05.02.2020
Sala á nýjum fólksbílum í Bretlandi drógst saman um 7,3% í janúar samanborið við sama mánuð 2019. Sala á dísilbílum hefur ekki verið minni í 20 ár. Þetta kemur fram þegar rýnt er í sölutölur frá félagi breskra bifreiðaframleiðenda og bílasölumanna.
05.02.2020
Formula E og FIA gáfu í vikunni aðdáendum sínum frumsýningu á nýrri hönnun Gen2 EVO. Nýi bíllinn mun keppa á komandi tímabili þar sem rafmagnskappakstursbílar munu etja kappi undir merkjum ABB FIA áheimsmeistaramótinu.
05.02.2020
Flest bendir til að japanski bílaframleiðandinn Suzuki þurfi að taka Jimny af markaði í Evrópu. Ástæðuna má rekja til strangra reglna um losun koltvísýrings í Evrópu.
04.02.2020
Það er ekki bara á Íslandi sem bílasala dregst saman. Í Svíþjóð á sér stað sama þróunin en sala á nýjum fólksbílum þar í landi lækkaði um 18% í janúar samanborið við janúar 2019.