Fréttir

Mikill samdráttur í umferð á Hringvegi í janúar

Umferðin á Hringveginum í janúarmánuði dróst mjög mikið saman eða um tæp átta prósent og leita þarf átta ár aftur í tímann til að finna viðlíka samdrátt. Samdráttur er í umferðinni á öllum landssvæðum. Slæmt veðurfar í mánuðinum skýrir líklega stóran hluta samdráttarins. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Ford Fiesta söluhæsti bíllinn á Bretlandseyjum

Ford Fiesta var söluhæsti bíllinn á Bretlandseyjum 2019. Alls seldust 77.833 bílar af þessari tegund.

BL innkallar BMW X6 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 16 BMW X6 bifreiðar af árgerð 2014-2016.

Töluverður samdráttur í bílasölu í Bretlandi

Sala á nýjum fólksbílum í Bretlandi drógst saman um 7,3% í janúar samanborið við sama mánuð 2019. Sala á dísilbílum hefur ekki verið minni í 20 ár. Þetta kemur fram þegar rýnt er í sölutölur frá félagi breskra bifreiðaframleiðenda og bílasölumanna.

Frumsýning á nýrri hönnun Gen2 EVO

Formula E og FIA gáfu í vikunni aðdáendum sínum frumsýningu á nýrri hönnun Gen2 EVO. Nýi bíllinn mun keppa á komandi tímabili þar sem rafmagnskappakstursbílar munu etja kappi undir merkjum ABB FIA áheimsmeistaramótinu.

Suzuki tímabundið af Evrópumarkaði

Flest bendir til að japanski bílaframleiðandinn Suzuki þurfi að taka Jimny af markaði í Evrópu. Ástæðuna má rekja til strangra reglna um losun koltvísýrings í Evrópu.

Bílasala dregst saman í Svíþjóð – nýorkubílar á uppleið

Það er ekki bara á Íslandi sem bílasala dregst saman. Í Svíþjóð á sér stað sama þróunin en sala á nýjum fólksbílum þar í landi lækkaði um 18% í janúar samanborið við janúar 2019.

Samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog

Teymi EFLU og Studio Granda hefur verið valið sem eitt af sex teymum sem taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog, milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness. Brúin mun þjóna almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum og gegna lykilhlutverki í 1. áfanga Borgarlínu.

Bretar ætla að flýta sölubanni á dísil- og bensínbílum

Frá og með árinu 2035 stefna bresk stjórnvöld að því að sala á nýjum dísil-, bensín og blendingsbílum verði bönnuð þar í landi. Áður voru áform uppi að bannið tæki í gildi 2040.

709 nýir fólksbílar seldust í janúar

Nú liggja fyrir sölutölur nýrra fólksbíla fyrir janúarmánuð. Þar kemur í ljós að í fyrsta mánuði ársins seldust 709 nýir fólksbílar en í sama mánuði í fyrra seldust 846 bílar. Þetta er samdráttur upp á rúm 16% en þetta kemur fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.