07.02.2020
Umferðin á Hringveginum í janúarmánuði dróst mjög mikið saman eða um tæp átta prósent og leita þarf átta ár aftur í tímann til að finna viðlíka samdrátt. Samdráttur er í umferðinni á öllum landssvæðum. Slæmt veðurfar í mánuðinum skýrir líklega stóran hluta samdráttarins. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni.
06.02.2020
Ford Fiesta var söluhæsti bíllinn á Bretlandseyjum 2019. Alls seldust 77.833 bílar af þessari tegund.
06.02.2020
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 16 BMW X6 bifreiðar af árgerð 2014-2016.
05.02.2020
Sala á nýjum fólksbílum í Bretlandi drógst saman um 7,3% í janúar samanborið við sama mánuð 2019. Sala á dísilbílum hefur ekki verið minni í 20 ár. Þetta kemur fram þegar rýnt er í sölutölur frá félagi breskra bifreiðaframleiðenda og bílasölumanna.
05.02.2020
Formula E og FIA gáfu í vikunni aðdáendum sínum frumsýningu á nýrri hönnun Gen2 EVO. Nýi bíllinn mun keppa á komandi tímabili þar sem rafmagnskappakstursbílar munu etja kappi undir merkjum ABB FIA áheimsmeistaramótinu.
05.02.2020
Flest bendir til að japanski bílaframleiðandinn Suzuki þurfi að taka Jimny af markaði í Evrópu. Ástæðuna má rekja til strangra reglna um losun koltvísýrings í Evrópu.
04.02.2020
Það er ekki bara á Íslandi sem bílasala dregst saman. Í Svíþjóð á sér stað sama þróunin en sala á nýjum fólksbílum þar í landi lækkaði um 18% í janúar samanborið við janúar 2019.
04.02.2020
Teymi EFLU og Studio Granda hefur verið valið sem eitt af sex teymum sem taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog, milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness. Brúin mun þjóna almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum og gegna lykilhlutverki í 1. áfanga Borgarlínu.
04.02.2020
Frá og með árinu 2035 stefna bresk stjórnvöld að því að sala á nýjum dísil-, bensín og blendingsbílum verði bönnuð þar í landi. Áður voru áform uppi að bannið tæki í gildi 2040.
03.02.2020
Nú liggja fyrir sölutölur nýrra fólksbíla fyrir janúarmánuð. Þar kemur í ljós að í fyrsta mánuði ársins seldust 709 nýir fólksbílar en í sama mánuði í fyrra seldust 846 bílar. Þetta er samdráttur upp á rúm 16% en þetta kemur fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.