Fréttir

Besta söluár í sögu Volvo

Sænski bílaframleiðandinn Volvo náði merkum áfanga í sögu fyrirtækisins þegar bílaframleiðandinn náði að selja yfir 700 þúsund bíla á einu ári. Alls seldust 705.452 bílar á árinu 2019. Yfir 45 þúsund tengiltvinnbílar seldust sem er aukning um 23% frá árinu 2018. Söluhæsti bíllinn var Volvo XC60, rúmlega 200 þúsund bílar.

Fjórir bílar frá Renault fengu aðalverðlaunin í sínum flokki

Ford Puma var kjörinn bíl ársins hjá breska bílavefmiðlinum What Car á dögunum. Í umsögnum dómara fékk bíllinn góða dóma fyrir aksturseiginleika, sparneytni og verðmiðinn þykir áhugaverður. Þetta var í sjötta sinn sem Ford fer heim af verðlauna­hátíð What Car? með aðalviður­kenn­ing­una, en síðast landaði banda­ríski bílsmiður­inn henni 2009.

Hringtorgin draga öll markvisst úr hraða ökutækja

Verkfræðistofan EFLA vann rannsóknarverkefni þar sem skoðað var samspil hönnunar hringtorga og umferðarhraða í þéttbýli og dreifbýli. Helstu niðurstöður sýna að hraði við inn- og útkeyrslur hringtorga í þéttbýli er meiri en æskilegt er. Hringtorg í dreifbýli draga almennt séð úr umferðarhraða en hönnun á slíkum hringtorgum er síður æskileg í þéttbýli.

FIA og Formula 1 vinna saman í loftslagsmálum

Heimssamtök bifreiðaeigendafélaga og bifreiðaíþróttafélaga,FIA, og Formúla 1, ein þekktasta kappaksturskeppni heims, hafa undirritað samning við Sameinuðu þjóðirnar sem lítur að aðgerðum í loftslagsmálum. Með samningum skuldbindur FIA sig að aukinni sjálfbærni í umhverfinu.

Mörg alvarlega slys hafa orðið á fyrstu dögum ársins

Það sem af er árinu hafa nokkur alvarleg umferðarslys orðið í umferðinni. Rekja má í vissum tilfellum erfið akstursskilyrði til þessara slysa en nokkrir hafa slasast alvarlega og eitt banaslys hefur orðið.

Styrkjum úthlutað vegna uppsetningu hleðslubúnaðar

Tæplega 19,5 milljónum hefur verið úthlutað úr styrktarsjóði til fjórtán húsfélaga í Reykjavík á síðasta ári vegna uppsetningu hleðslubúnaðar á lóðum fjöleignarhúsa. Stjórnarfrumvarp félags- og barnamálaráðherra sem miðar að því að auðvelda einstaklingum að setja upp rafhleðslustöðvar í fjöleignarhús var birt á vef Alþingis skömmu fyrir áramót.

Rannsókn héraðssaksóknara í máli bílaleigunnar Procar miðar ágætlega

Rannsókn héraðssaksóknara í máli bílaleigunnar Procar miðar ágætlega en embættið fékk málið fyrst inn á borð til sín í byrjun sumars. Um 130 tilvik séu til rannsóknar þar sem rökstuddur grunur er um að átt hefur verið við kílómetrastöðu bíla áður en þeir voru seldir á að minnsta kosti fimm ára tímabili.

Volvo vin­sæl­asti lúx­us­bíll­inn hér á landi á nýliðnu ári

Volvo hef­ur verið í mik­illi sókn und­an­far­in ár á lúx­us­bíla­markaði á heimsvísu og hefur slegið sölumet 6 ár í röð. Árið 2019 náði Volvo að selja yfir 700.000 bíla í fyrsta sinn í 93 ára sögu þeirra eða 705.452 bíla sem er 9,8% aukning frá árinu áður og juku þannig markaðshlutdeild sína á öllum mörkuðum.

Nýjar forsendur á útfærslu á tvöföldun Reykjanesbrautar komnar fram

Nýjar forsendur á útfærslu á tvöföldun Reykjanesbrautar eru komnar fram í nýútkominni frumdragaskýrslu Vegagerðarinnar og Mannvits. Þar kemur fram að hagkvæmast er að breikka Reykjanesbrautina, frá gatnamótum við Krýsuvík að Hvassahrauni, í núverandi vegstæði og einfalda fyrri útfærslur sem kallar jafnframt á breytt aðalskipulag. Þetta kemur fram á Facebook síðu Sigurðar Inga Jóhannsonar samgönguráðherra.

Breytingar á reglugerð um ökuskírteini í samráðsgátt

Í nýjum umferðarlögum sem tóku gildi um síðustu áramót eru margvíslegar breytingar sem kalla á endurskoðun reglugerða. Meðal þess sem breyttist í umferðarlögunum eru ákvæði um ökukennslu, æfingaakstur og heilbrigðisskilyrði fyrir ökuréttindi.