27.01.2020
Það er ekki aðeins nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir heldur er rétti tíminn til þess núna. Íslenskt hagkerfi hefur kólnað eftir mikinn vöxt undanfarinna ára. Launþegum í mannvirkjagerð hefur fækkað í fyrsta sinn í mörg ár. Þetta kom fram í máli Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, á útboðþingi samtakanna.
24.01.2020
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur vetrarþjónusta í Víkurskarði verið lækkuð úr þjónustuflokki 2 niður í 3 sem hefur í för með sér mun minni þjónustu en áður. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir harðlega þessari þjónustuskerðingu Vegagerðarinnar. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Skútustaðahrepps sem samþykkt var á fundi hennar miðvikudaginn 22. janúar.
24.01.2020
Á ráðstefnu Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands í vikunni voru haldin fjölmörg fróðleg erindi um framtíð samgangna, loftslagsbreytingar, orkuskipti, samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og sambúð bíla og gangandi svo nokkuð sé nefnt.
23.01.2020
Sænski bílaframleiðandinn Volvo náði merkum áfanga í sögu fyrirtækisins þegar bílaframleiðandinn náði að selja yfir 700 þúsund bíla á einu ári. Alls seldust 705.452 bílar á árinu 2019. Yfir 45 þúsund tengiltvinnbílar seldust sem er aukning um 23% frá árinu 2018. Söluhæsti bíllinn var Volvo XC60, rúmlega 200 þúsund bílar.
23.01.2020
Ford Puma var kjörinn bíl ársins hjá breska bílavefmiðlinum What Car á dögunum. Í umsögnum dómara fékk bíllinn góða dóma fyrir aksturseiginleika, sparneytni og verðmiðinn þykir áhugaverður. Þetta var í sjötta sinn sem Ford fer heim af verðlaunahátíð What Car? með aðalviðurkenninguna, en síðast landaði bandaríski bílsmiðurinn henni 2009.
22.01.2020
Verkfræðistofan EFLA vann rannsóknarverkefni þar sem skoðað var samspil hönnunar hringtorga og umferðarhraða í þéttbýli og dreifbýli. Helstu niðurstöður sýna að hraði við inn- og útkeyrslur hringtorga í þéttbýli er meiri en æskilegt er. Hringtorg í dreifbýli draga almennt séð úr umferðarhraða en hönnun á slíkum hringtorgum er síður æskileg í þéttbýli.
22.01.2020
Heimssamtök bifreiðaeigendafélaga og bifreiðaíþróttafélaga,FIA, og Formúla 1, ein þekktasta kappaksturskeppni heims, hafa undirritað samning við Sameinuðu þjóðirnar sem lítur að aðgerðum í loftslagsmálum. Með samningum skuldbindur FIA sig að aukinni sjálfbærni í umhverfinu.
21.01.2020
Það sem af er árinu hafa nokkur alvarleg umferðarslys orðið í umferðinni. Rekja má í vissum tilfellum erfið akstursskilyrði til þessara slysa en nokkrir hafa slasast alvarlega og eitt banaslys hefur orðið.
21.01.2020
Tæplega 19,5 milljónum hefur verið úthlutað úr styrktarsjóði til fjórtán húsfélaga í Reykjavík á síðasta ári vegna uppsetningu hleðslubúnaðar á lóðum fjöleignarhúsa. Stjórnarfrumvarp félags- og barnamálaráðherra sem miðar að því að auðvelda einstaklingum að setja upp rafhleðslustöðvar í fjöleignarhús var birt á vef Alþingis skömmu fyrir áramót.
21.01.2020
Rannsókn héraðssaksóknara í máli bílaleigunnar Procar miðar ágætlega en embættið fékk málið fyrst inn á borð til sín í byrjun sumars. Um 130 tilvik séu til rannsóknar þar sem rökstuddur grunur er um að átt hefur verið við kílómetrastöðu bíla áður en þeir voru seldir á að minnsta kosti fimm ára tímabili.