Fréttir

Nýtt bílavörumerki kynnt

Bílabúð Benna hélt sýningu um helgina þar sem nýtt bílavörumerki, KGM var kynnt. KGM tekur við af hinu gamalgróna SsangYong sem Íslendingar þekkja vel. Sýningin fór fram á í sýningarsal KGM á Krókhálsi 9.

Nýjar vegmerkingar ryðja sér til rúms

Nýjar útfærslur á vegmerkingum (vegleiðurum) hefur rutt sig rúms hér á landi. Um er meðal annars að ræða stálplatta sem settir eru niður í malbik og hafa innbyggt endurskin. Þessi nýja útfærsla hefur reynst afar vel fyrir framan hraðahindranir.

Kerfin veita aukið öryggi á vegum

Ný öryggiskerfi verða „ómetanleg” til að auka öryggi á vegum, að sögn Björns Thunblads umferðarstjóra á lögreglusvæðinu á austurströnd Svíþjóðar En hann varar við því hvað geti gerst ef ökumaður sýnir ekki fulla athygli við aksturinn.

Miklar tollahækkanir á kínverska rafbíla í Bandaríkjunum

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að grípa til mikilla hækkunar á tollum á vörum frá Kína. Hækkununum er sérstaklega beint að rafbílum, stáli og rafhlöðum. Tollar á rafbílum munu hækka úr 25% í 100%.

Bókleg almenn ökupróf rafræn um allt land

Frá og með 16. maí 2024 verða bókleg almenn ökupróf rafræn um allt land. Allir ökunemar munu framvegis taka próf til B-réttinda á tölvutæku formi hjá prófamiðstöð Frumherja.

Ástæður loftmengunar í Reykjavík greindar á málþingi

Málþing fyrir borgarbúa um loftgæði í borginni var haldið í vikunni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar æddu sérfræðingar um áhrif loftmengunar og um aðgerðir til að draga úr henni í borginni. Málþingið var haldið fyrir tilstuðlan umhverfis- og skipulagsráðs og heilbrigðisefndar Reykjavíkur. Ástæður loftmengunar voru greindar og hvað þurfi að gera til að draga úr uppsprettu hennar.

Brimborg Bílorka með hraðhleðslustöðvar vítt og breitt um landið

Brimborg Bílorka opnaði nýlega tvær hraðhleðslustöðvar á Þórshöfn sem gerir rafbílanotendum kleift að ferðast áhyggjulaust alla leið á Langanes. Stöðvarnar eru góð viðbót í vaxandi net hraðhleðslustöðva á landinu sem auðveldar rafbílanotendum lífið.

Fjórði hver norskur bíll er rafknúinn

Af um 2,8 milljónum fólksbíla á norskum vegum er fjórðungur nú rafknúinn. Það gerir Noreg einstakt í heimssamhengi. Ekkert land í heiminum er með jafn hátt hlutfall rafknúinna ökutækja. Alls eru rafbílar um 715.000, aðeins fimmtíu þúsund færri en skráðir bensínbílar í Noregi.

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone á Íslandi hefur náð samning við Vodafone Group um að vera eitt af þrjátíu löndum í heiminum sem bjóða upp á internettengingu í bílum með því að nota hlutanetstækni (IoT). Þeir markaðir sem að hafa náð samningum við Vodafone Group um að bjóða viðskiptavinum að tengjast interneti í bílum eru Búlgaría, Króatía, Kýpur, Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Monakó, Slóvenía og Ísland.

Mjóafjarðarheiði opnuð

Vegurinn um Mjóafjarðarheiði hefur verið opnaður og er fær vel útbúnum, fjórhjóladrifnum bílum. Búið er að stinga í gegnum skaflana sem margir hverjir eru allt að fjögurra metra háir. Mikill snjór er enn á heiðinni og krapi og klaki á veginum. Áfram verður unnið að því að breikka leiðina og gera útskot svo bílar geti mæst með góðu móti.