16.04.2025
Vorhreinsun Reykjavíkurborgar hófst í mars en helstu göngu- og hjólaleiðar eru í forgangi. Hreinsunin er komin vel af stað og er nú komið að húsagötum. Forsópun hófst í síðustu viku og götuþvotturinn fer að hefjast.
15.04.2025
Bandaríska umferðaröryggisstofnunin IIHS (The Insurance Institute for Highway Safety) verðlaunaði nýlega kóresku fyrirtækjasamsteypuna Hyundai Motor Group (HMG) þegar fyrirtækið veitti viðtöku tíu leiðandi öryggisverðlaunum fyrir framúrskarandi öryggisbúnað í fimm gerðum nýjustu bíla frá Hyundai og fimm bíla frá Genesis sem er lúxusmerki Hyundai.
14.04.2025
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað 15 stóra bílaframleiðendur og Samtök evrópskra bílaframleiðenda (ACEA) um samtals 458 milljónir evra fyrir þátttöku í langvarandi samráði varðandi endurvinnslu úreldra ökutækja (ELV).
14.04.2025
Tekjur Bílastæðasjóðs jukust um 476 milljónir milli ára frá 2023 til 2024. Þar af jukust tekjur af gjaldskyldum bílastæðum um 270 milljónir sem skýrist af stækkun P1-gjaldsvæðis. Þá fjölgaði íbúakortum um 211 stykki. Þetta kemur fram í minnisblaði um sundurliðun tekna Bílastæðasjóðs fyrir árin 2022, 2023 og 2024 sem unnið var af umhverfis- og skipulagssviði og var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 9. apríl 2025 síðastliðinn.
11.04.2025
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að veita heimild fyrir að halda áfram undirbúningi umferðaröryggisúrbóta á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu, sem og á strætóstöðvum og gönguþverun á Njarðargötu við Sturlugötu.
11.04.2025
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir undirbúningsframkvæmdir við stjórnskáp umferðarljósa á fjölförnustu ljósstýrðu gatnamótum borgarinnar, Miklubraut/Kringlumýrarbraut.
10.04.2025
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir að þrátt fyrir að olíuverð hafi lækkað á heimsmarkaði og bandaríkjadalur veikst hefur það ekki skilað sér nema að litlu leyti út í verðlag á bensíni og dísilolíu hér á landi, en það sem af er þessum mánuði hefur heimsmarkaðsverð á olíu farið, umreiknað í íslenskar krónur, niður um 7-8 krónur á lítrann. Þetta kemur fram í viðtali við Runólf í Morgunblaðinu í dag.
10.04.2025
Framkvæmdir fyrir Fossvogsbrú eru hafnar en vinna við landfyllingar og sjóvarnir hefst Reykjavíkurmegin á næstu dögum. Framkvæmdir hófust á Kársnesi í Kópavogi í janúar.
09.04.2025
Á Akureyri síðastliðinn föstudag var settur upp búnaður til að telja fjölda og reikna út hlutfall bíla sem eru á nagladekkjum. Teljarinn er við gangbraut yfir Hlíðarbraut milli Hlíðarfjallsvegar og Merkigils.
09.04.2025
Víðtæk tollahækkun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur varpað skugga yfir japanska bílaframleiðendur, þar sem Nissan, sem þegar stendur höllum fæti, gæti orðið fyrir mestum skaða.