Fréttir

MG3 frumsýndur í Genf

Bílaframleiðandinn MG Motor sýndi úrval nýrra og spennandi fólksbíla á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf á dögunum. Meðal þeirra er ný útgáfa af hinum vinsæla MG3 sem MG kynnir nú til leiks í Hybrid-útgáfu, en þeim þarf ekki að stinga í samband.

Ekki opið um Grindavíkurveg yfir nýja hraunið ennþá

Það hefur ekki verið opnað fyrir umferð um Grindavíkurveg þar sem unnið er að gerð vegar yfir nýtt hraun öðru sinni. Unnið er að því að setja upp stikur og laga fláa til að bæta öryggi vegarins.

Samdráttur í bílasölu 53,8%

Þegar rétt þrír mánuðir er liðnir af þessu ári heldur samdrátturinn áfram í nýskráningum fólksbifreiða. Bílasalan er nú 53,8% minni en hún var á sama tíma á síðasta ári. Nýskráningar eru nú alls 1.270 bifreiðar á móti 2.750 í fyrra.

Eitt tilboð í byggingu Ölfusárbrúar

Tilboð í samkeppnisútboði vegna hönnunar og byggingar brúar yfir Ölfusá voru opnuð í vikunni. Eitt tilboð barst í verkið frá ÞG verktökum ehf. Að því er kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Suðurstrandarvegur í hættu

Hraun rann yfir Grindavíkurveg í nótt og hætt er við að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg sem nú er lokaður. Engin ógn er við Nesveg sem stendur. Vegurinn er fær en laskaður eftir fyrri atburði á svæðinu. Vegagerðin fylgist grannt með stöðu mála og beðið er með aðgerðir á meðan enn gýs. Allir vegir til og frá Grindavík eru lokaðir fyrir almenna umferð sem stendur.

Helmingi færri nýskráningar

Bílasala heldur áfram að minnka og fyrstu sjö vikur ársins eru nýskráningar fólksbíla helmingi færri en á sama tíma á síðasta ári. Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða 1.123 en voru í fyrra 2.248.

Aukinn þungi lagður í hreinsun gatna á síðustu dögum

Hreinsun gatna á stofnæðum á höfuðborgarsvæðinu hófst fyrir tíu dögum síðan. Nú hefur aukinn þungi verið lagður í verkefnið á síðustu dögum. Áfram hefur verið haldið að sópa götur á höfuðborgarsvæðinu en nú verður farið í öll hverfin. Ef allt gengur að óskum er stefnt að því að ljúka því verkefni fyrir eða um helgina.

Litlar breytingar í nýskráningum

Litlar breytingar hafa orðið á nýskráningum fólksbifreiða það sem af er árinu. Bílasala hefur haldist á sama róli og er núna þegar tíu vikur eru liðnar af árinu um 47,6% minni en á sama tímabili í fyrra.

Varasamt ástand vega í Reykhólasveit og Dölum

Ástand Vestfjarðavegar (60) í Reykhólasveit og Dalabyggð er afar bágt eins og áður hefur komið fram að í tilkynningum Vegagerðarinnar. Slitlag hefur farið mjög illa og hefur burðarlag gefið sig á löngum köflum. Það veldur því að stórir kögglar í slitlagi hafa losnað og við það skapast mjög hættulegar aðstæður fyrir ökumenn.

Ný reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra

Um­ferðar­skilti sem tákna lág­marks­hraða, um­ferðartaf­ir, göngu­göt­ur og hjól­arein­ar eru meðal þeirra rúm­lega fjöru­tíu skilta sem verða tek­in í notk­un, auk sér­stakra um­ferðarljósa fyr­ir hjólandi veg­far­end­ur.