Fréttir

Ríkisábyrgðasjóður taldi óvíst að tekjur af brúartollum dygðu

Ríkisábyrgðasjóður taldi óvíst að tekjur af brúartollum yfir nýju Ölfusárbrúna dygðu fyrir kostnaði ríkisins af framkvæmdinni. Því var engin furða þó verktakar vildu ekki taka á sig þá áhættu í svokölluðu samvinnuverkefni.

Bílastæðasjóður innleiðir rafrænt eftirlit

Bílastæðasjóður hefur um tíma undirbúið rafrænt eftirlit með stöðvun og lagningu bifreiða í borgarlandi. Fyrsta skrefið var tekið fyrir rúmu ári, þegar hætt var að prenta út miða til að setja undir rúðuþurrku. Nú er komið að næsta skrefi, myndavélaálestri að því er fram kemur í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Colas hlýtur styrki til að rannsaka sumarblæðingar og lífbindiefni í malbiki

Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar hefur veitt Colas tvo styrki upp á samtals 8,7 milljónir króna til að rannsaka mýkingarmark biks og malbiksblöndur með lífbindiefni. Colas Ísland ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á malbiki og tengdum vörum.

Hlutfall nýorkubíla 84% á fyrstu þremur mánuðum ársins

Nýskráningar fólksbifreiða eru 63,9% meiri á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma á síðasta ári. Nýskráningar eru alls 2.272 en voru 1.386 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs.

Framlög til samgöngumála aukin

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í dag fjármálaáætlun nýrrar ríkstjórnar 2026-2030. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að framlög til samgöngumála eru aukin úr 66 í 74 milljarða króna. á tímabilinu.

Framleiðslu hætt í einni elstu bílaverksmiðju heims

Eftir 120 ára ökutækjaframleiðslu í Luton á Englandi hefur framleiðslu loksins verið hætt hjá Vauxhall. Verksmiðjan í Luton var ein elsta bílaverksmiðja heims sem enn var starfræk.

Óljóst er hver upphæð tollsins á að verða

Hvað mun kosta að fara yfir nýju Ölfusárbrúna? Svona svipað og eina kókflösku fyrir þá sem fara oft, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra þegar tekin var skóflustunga að framkvæmdinni þann 20. nóvember 2024.

60% ökutækja ekki á nagladekkjum

Hlutfall negldra dekkja og ónegldra var reiknað í byrjun mars eftir talningu. Hlutfallið skiptist þannig að 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum og 60% á öðrum dekkjum að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar.

Öflugar hleðslustöðvar á Selfossi

Orka náttúrunnar og GTS handsöluðu samkomulag um að viðskiptavinir ON geti nýtt sér nýjar hleðslustöðvar á lóð GTS á Selfossi sem opnaði í haust. Hleðslustöðvarnar hjá GTS eru öflugur og í alfaraleið við bæjarmörkin. Með þessu bætast við tuttugu tengi í hleðslunet Orku náttúrunnar sem sífellt er verið að vinna í að stækka og þétta.

Bygging Ölfusárbrúar verður ekki alfarið svokallað samvinnuverkefni

Ríkissjóður þarf að borga 18 milljarða króna þegar ÞG-verk afhendir nýju Ölfusárbrúna tilbúna til notkunar árið 2028. Ekkert verður því úr að bygging brúarinnar verði alfarið svokallað samvinnuverkefni þar sem verktakinn byggir og innheimtir svo sjálfur brúartolla næstu áratugi til að fá borgað.