20.11.2024
Alþingi samþykkti í vikunni fjárlög fyrir árið 2025. Heildarframlög til samgöngumála nema rúmum 62 milljörðum kr. og hækka um 9 milljarða kr. frá yfirstandandi ári, eða 17%. Unnið verður í ýmsum stórum verkefnum á árinu 2025, m.a. á Vestfjörðum, Reykjanesbraut og við Hornafjarðarfljót. Þá verða þrír milljarðar settir í að leggja tengivegi víða um land og að fækka einbreiðum brúm að því fram kemur í tilkynningu innviðaráðuneytisins.
25.11.2024
Nú eru 96 hleðslustöðvar komnar í rekstur af þeim 98 sem settar verða upp á fjórtán stöðum í Kópavogi í kjölfar samnings sem Orka náttúrunnar og Kópavogsbær undirrituðu fyrr í haust.
21.11.2024
Skortur á bílastæðum á þéttingarreitum í borginni á síðustu misserum hefur verið að gera vart við sig. Birtingamyndin á þessari þróun kemur fram í hópi íbúakaupenda sem veigra sér við að kaupa fasteignir á umræddum svæðum. Fasteignasalar fullyrða skort á bílastæðum á þéttingarreitum í borginni fæla frá hugsanlega kaupendur. Ljóst má hins vegar vera að meirihluti borgarbúa sé ekki tilbúinn að taka upp bíllausan lífsstíl.
20.11.2024
Hlutfall nagladekkja í Reykjavík er svipað og í fyrra samkvæmt talningu borgarinnar sem gerð var um miðjan nóvembermánuð.Tæplega þriðjungur reyndist vera á nöglum. Reykjavíkurborg mælir með góðum vetrardekkjum til að draga úr mengun, hávaða og sliti á götum.
18.11.2024
Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. Gert er ráð fyrir að skrifa undir samning við verktaka í Golfskálanum á Selfossi kl. 15 á miðvikudaginn, 20. nóvember, og taka síðan fyrstu skóflustunguna vegna framkvæmdanna. Gert er ráð fyrir að umferð verði hleypt á nýju brúna haustið 2028 að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.
18.11.2024
Haldin var falleg athöfn við Landspítalann í Fossvogi í gær til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð í umferðinni hér á landi hafa 1624 látið lífið. Dagurinn er jafnframt til að heiðra og færa viðbragðsaðilum hjartanlegar þakkir fyrir starf sitt.
16.11.2024
Ekkert verður af því að frumvarp til laga um kílómetragjald af ökutækjum verði að lögum fyrir áramót eins og stefnt hafði verið að. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið. Þörf sé á frekari greiningu á áhrifum frumvarpsins og auknu samráði.
13.11.2024
Almennt séð á hærra hráolíuverð á heimsmarkaði að leiða til hærra bensín- og dísilolíuverðs á íslenskum markaði og fræðilega ætti lægra heimsmarkaðsverð að skila ódýrara eldsneytisverði til íslenskra neytenda. En það eru fleiri breytur sem hafa áhrif á hvað við borgum þegar við fyllum á bílinn.
11.11.2024
Bílaframleiðendur standa frammi fyrir erfiðum tímum en bílasala hefur dregist mikið saman á þessu ári. Fram hafa komið erfiðleikar hjá Volkswagen sem hefur í hyggju að loka verksmiðjum í Þýskalandi.
11.11.2024
Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 17. nóvember. Í ár verður kastljósi dagsins beint að hættunni sem getur skapast á að sofna eða dotta undir stýri vegna þreytu ökumanna. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafa sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni.