Fréttir

Fern ný jarðgöng undirbúin og áfram unnið að undirbúningi Sundabrautar

Alþingi samþykkti í vikunni fjárlög fyrir árið 2025. Heildarframlög til samgöngumála nema rúmum 62 milljörðum kr. og hækka um 9 milljarða kr. frá yfirstandandi ári, eða 17%. Unnið verður í ýmsum stórum verkefnum á árinu 2025, m.a. á Vestfjörðum, Reykjanesbraut og við Hornafjarðarfljót. Þá verða þrír milljarðar settir í að leggja tengivegi víða um land og að fækka einbreiðum brúm að því fram kemur í tilkynningu innviðaráðuneytisins.

Uppsetning 98 hleðslustöðva ON í Kópavogi á lokametrunum

Nú eru 96 hleðslustöðvar komnar í rekstur af þeim 98 sem settar verða upp á fjórtán stöðum í Kópavogi í kjölfar samnings sem Orka náttúrunnar og Kópavogsbær undirrituðu fyrr í haust.

Íbúðir án bílastæða þungar í sölu

Skortur á bílastæðum á þéttingarreitum í borginni á síðustu misserum hefur verið að gera vart við sig. Birtingamyndin á þessari þróun kemur fram í hópi íbúakaupenda sem veigra sér við að kaupa fasteignir á umræddum svæðum. Fasteignasalar fullyrða skort á bíla­stæðum á þétt­ing­ar­reit­um í borg­inni fæla frá hugs­an­lega kaup­end­ur. Ljóst má hins vegar vera að meiri­hluti borg­ar­búa sé ekki til­bú­inn að taka upp bíl­laus­an lífs­stíl.

Tæplega þriðjungur á negldum dekkjum

Hlutfall nagladekkja í Reykjavík er svipað og í fyrra samkvæmt talningu borgarinnar sem gerð var um miðjan nóvembermánuð.Tæplega þriðjungur reyndist vera á nöglum. Reykjavíkurborg mælir með góðum vetrardekkjum til að draga úr mengun, hávaða og sliti á götum.

Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist

Framkvæmdir við Ölfusárbrú geta hafist eftir að Alþingi samþykkti í dag nauðsynlega lagabreytingu sem tryggir grundvöll fyrir fjármögnun brúarinnar og vegtenginga. Undirbúningur verksins er kominn vel á veg. Gert er ráð fyrir að skrifa undir samning við verktaka í Golfskálanum á Selfossi kl. 15 á miðvikudaginn, 20. nóvember, og taka síðan fyrstu skóflustunguna vegna framkvæmdanna. Gert er ráð fyrir að umferð verði hleypt á nýju brúna haustið 2028 að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Fórnarlamba umferðarslysa minnst

Haldin var falleg athöfn við Landspítalann í Fossvogi í gær til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni. Frá því að fyrsta banaslysið var skráð í umferðinni hér á landi hafa 1624 látið lífið. Dagurinn er jafnframt til að heiðra og færa viðbragðsaðilum hjartanlegar þakkir fyrir starf sitt.

Fögnum ákvörðuninni að vinna frumvarpið betur

Ekk­ert verður af því að frum­varp til laga um kíló­metra­gjald af öku­tækj­um verði að lög­um fyr­ir ára­mót eins og stefnt hafði verið að. Þetta kem­ur fram í nefndaráliti meiri­hluta efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar um breyt­ingu á ýms­um lög­um vegna fjár­laga fyr­ir árið. Þörf sé á frekari greiningu á áhrifum frumvarpsins og auknu samráði.

Uppbygging eldsneytisverðs á Íslandi

Almennt séð á hærra hráolíuverð á heimsmarkaði að leiða til hærra bensín- og dísilolíuverðs á íslenskum markaði og fræðilega ætti lægra heimsmarkaðsverð að skila ódýrara eldsneytisverði til íslenskra neytenda. En það eru fleiri breytur sem hafa áhrif á hvað við borgum þegar við fyllum á bílinn.

Niðurskurður í vændum hjá Nissan

Bílaframleiðendur standa frammi fyrir erfiðum tímum en bílasala hefur dregist mikið saman á þessu ári. Fram hafa komið erfiðleikar hjá Volkswagen sem hefur í hyggju að loka verksmiðjum í Þýskalandi.

Alþjóð­legur minn­ingar­dagur um fórnar­lömb umferðar­slysa

Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 17. nóvember. Í ár verður kastljósi dagsins beint að hættunni sem getur skapast á að sofna eða dotta undir stýri vegna þreytu ökumanna. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafa sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni.